Í upphafi kosningabaráttu Heimir Pálsson skrifar 18. október 2024 14:01 Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun