Liverpool tyllti sér á toppinn Siggeir Ævarsson skrifar 20. október 2024 15:00 Mohamed Salah skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu Vísir/Getty Liverpool og Chelsea hafa bæði byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni vel en Liverpool þó töluvert betur. Sigur liðsins í dag var sá fjórði í röð og situr liðið nú eitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrri hálfleikur var viðburðaríkur þrátt fyrir að færin létu á sér standa. Dómarinn dæmdi tvær vítaspyrnur á Chelsea en hætti við að dæma þá seinni eftir að hafa farið í skjáinn. Í bæði skiptin var Curtis Jones felldur. Mo Salah skoraði úr spyrnunni sem fékk að standa og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Nicolas Jackson jafnaði svo fyrir Chelsea strax á 49. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu en svo aftur dæmt á eftir skoðun í Varsjánni. Liverpool-menn voru fljótir að bregðast við og Curtis Jones kom boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Salah. Það reyndist sigurmarkið í leiknum og Liverpool er komið á toppinn, stigi á undan Manchester City, þegar bæði lið hafa leikið átta leiki. Enski boltinn
Liverpool og Chelsea hafa bæði byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni vel en Liverpool þó töluvert betur. Sigur liðsins í dag var sá fjórði í röð og situr liðið nú eitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrri hálfleikur var viðburðaríkur þrátt fyrir að færin létu á sér standa. Dómarinn dæmdi tvær vítaspyrnur á Chelsea en hætti við að dæma þá seinni eftir að hafa farið í skjáinn. Í bæði skiptin var Curtis Jones felldur. Mo Salah skoraði úr spyrnunni sem fékk að standa og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Nicolas Jackson jafnaði svo fyrir Chelsea strax á 49. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu en svo aftur dæmt á eftir skoðun í Varsjánni. Liverpool-menn voru fljótir að bregðast við og Curtis Jones kom boltanum í netið eftir frábæra sendingu frá Salah. Það reyndist sigurmarkið í leiknum og Liverpool er komið á toppinn, stigi á undan Manchester City, þegar bæði lið hafa leikið átta leiki.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti