Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 09:51 Kim Jong Un skoðar hermenn sína. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem segja þessa ákvörðun hafa verið tekna nýlega. Yonhap hefur þó einnig eftir aðstoðarvarnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að mögulega sé Kim að senda borgara til vinnu í verksmiðjum Rússlands, í stað þess að senda hermenn. Hvort það sé liggi ekki fyrir að fullu. Kim Seon Ho, umræddur aðstoðarráðherra, segir að ef Kim Jong Un sé að senda hermenn til Rússlands sé það vegna þess að hann telji það sér í hag að gera það og hann sé að gera það í skiptum fyrir eitthvað frá Rússum. Staðfestu flutning sérsveitarmanna Leyniþjónustan birti í morgun yfirlýsingu um að verið væri að flytja sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu til Rússlands og birti einnig gervihnattamyndir af flutningi þeirra. Þeir eru sagðir hafa verið sendir til Rússlands í ágúst með umfangsmikilli hergagnasendingu. Í yfirlýsingunni segir að við komuna til Rússlands fái hermennirnir rússneska hergalla og fölsuð skilríki sem líti út eins og þeir séu frá héruðum Síberíu. Nú séu þessir sérsveitarmenn staðsettir í herstöðvum í austurhluta Rússlands, þar sem þeir séu að fá þjálfun, og síðar standi til að senda þá á víglínuna í Úkraínu og Kúrsk. AP fréttaveitan segir Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, hafa setið neyðarfund í morgun þar sem flutningur hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands hafi verið ræddur. Allir sem setið hafi fundinn hafi verið sammála um að þessar vendingar væru ógn við öryggi Suður-Kóreu og alþjóðasamfélagið. Myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir austan á að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í þjálfun í Rússlandi. Hvað myndbandið sýnir í rauninni hefur þó ekki verið staðfest. Footage is circulating online, allegedly showing North Korean soldiers training in Russia.The head of the HUR, Budanov, reported that Russia plans to send 2,600 soldiers to Kursk by November 1. pic.twitter.com/xnYdedZHC8— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 18, 2024 Sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að um tíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir til Rússlands og lýsti því sem miklu vandamáli. Forsetinn sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar vegna mikils mannfalls í Úkraínu. Forsvarsmenn leyniþjónustu úkraínska hersins höfðu áður slegið á svipaða strengi og sagt fjölmiðlum að Rússar væru að stofna herfylki sem myndað væri með hermönnum frá Norður-Kóreu. Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að þar á bæ hefðu ekki fundist sannanir fyrir því að hermenn frá Norður-Kóreu væru að berjast í Úkraínu. Hins vegar væri ljóst að Kim Jong Un styddi Rússa með ýmsum leiðum, eins og hergagna-, eldflauga- og skotfærasendingum. Það væri mikið áhyggjuefni. Norður-Kórea Rússland Suður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem segja þessa ákvörðun hafa verið tekna nýlega. Yonhap hefur þó einnig eftir aðstoðarvarnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að mögulega sé Kim að senda borgara til vinnu í verksmiðjum Rússlands, í stað þess að senda hermenn. Hvort það sé liggi ekki fyrir að fullu. Kim Seon Ho, umræddur aðstoðarráðherra, segir að ef Kim Jong Un sé að senda hermenn til Rússlands sé það vegna þess að hann telji það sér í hag að gera það og hann sé að gera það í skiptum fyrir eitthvað frá Rússum. Staðfestu flutning sérsveitarmanna Leyniþjónustan birti í morgun yfirlýsingu um að verið væri að flytja sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu til Rússlands og birti einnig gervihnattamyndir af flutningi þeirra. Þeir eru sagðir hafa verið sendir til Rússlands í ágúst með umfangsmikilli hergagnasendingu. Í yfirlýsingunni segir að við komuna til Rússlands fái hermennirnir rússneska hergalla og fölsuð skilríki sem líti út eins og þeir séu frá héruðum Síberíu. Nú séu þessir sérsveitarmenn staðsettir í herstöðvum í austurhluta Rússlands, þar sem þeir séu að fá þjálfun, og síðar standi til að senda þá á víglínuna í Úkraínu og Kúrsk. AP fréttaveitan segir Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, hafa setið neyðarfund í morgun þar sem flutningur hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands hafi verið ræddur. Allir sem setið hafi fundinn hafi verið sammála um að þessar vendingar væru ógn við öryggi Suður-Kóreu og alþjóðasamfélagið. Myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir austan á að sýna hermenn frá Norður-Kóreu í þjálfun í Rússlandi. Hvað myndbandið sýnir í rauninni hefur þó ekki verið staðfest. Footage is circulating online, allegedly showing North Korean soldiers training in Russia.The head of the HUR, Budanov, reported that Russia plans to send 2,600 soldiers to Kursk by November 1. pic.twitter.com/xnYdedZHC8— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 18, 2024 Sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að um tíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir til Rússlands og lýsti því sem miklu vandamáli. Forsetinn sagði Rússa þurfa að fylla upp í raðir sínar vegna mikils mannfalls í Úkraínu. Forsvarsmenn leyniþjónustu úkraínska hersins höfðu áður slegið á svipaða strengi og sagt fjölmiðlum að Rússar væru að stofna herfylki sem myndað væri með hermönnum frá Norður-Kóreu. Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að þar á bæ hefðu ekki fundist sannanir fyrir því að hermenn frá Norður-Kóreu væru að berjast í Úkraínu. Hins vegar væri ljóst að Kim Jong Un styddi Rússa með ýmsum leiðum, eins og hergagna-, eldflauga- og skotfærasendingum. Það væri mikið áhyggjuefni.
Norður-Kórea Rússland Suður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22 Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 16. október 2024 11:22
Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32