Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ Aron Guðmundsson skrifar 18. október 2024 09:28 Það sauð rækilega upp úr í hálfleik hjá Grindavík og Hetti í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Smáranum í gær Vísir: Myndir - Anton Brink Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi. Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Atvikið átti sér stað þar sem að leikmenn voru að hita upp fyrir seinni hálfleik en í aðdraganda mátti sjá þá Kane og McCauley eiga orðaskipti líkt og sjá má hér fyrir neðan Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands að málið væri til skoðunar hjá sambandinu. Það væri vel meðvitað um lætin í Smáranum í gærkvöldi. Í viðtölum sem Ágúst Orri Arnarson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, tók við menn eftir leik, var vel greinilegt að mönnum var heitt í hamsi. Kane, þungamiðjan í atburðarásinni í Smáranum sagðist ætla að „flengja Hattar-menn“ þegar að liðin mætast næst. „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina,“ sagði Kane svo um deilurnar milli sín og McCauley. McCauley hafði ekki sömu sögu að segja og Kane: „Ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala.“ Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, hefur fengið sig fullsaddann af látunum í Kane: „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli.“ Leikur þar sem að átök í hálfleik drógu athyglina frá körfuboltanum sjálfum sem spilaður var innan vallar. Leik sem lauk með tuttugu og níu stiga sigri Grindvíkinga, 113-84. Liðin mætast næst þann 16.janúar í upphafi næsta árs. Bónus-deild karla Höttur KKÍ UMF Grindavík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Atvikið átti sér stað þar sem að leikmenn voru að hita upp fyrir seinni hálfleik en í aðdraganda mátti sjá þá Kane og McCauley eiga orðaskipti líkt og sjá má hér fyrir neðan Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands að málið væri til skoðunar hjá sambandinu. Það væri vel meðvitað um lætin í Smáranum í gærkvöldi. Í viðtölum sem Ágúst Orri Arnarson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, tók við menn eftir leik, var vel greinilegt að mönnum var heitt í hamsi. Kane, þungamiðjan í atburðarásinni í Smáranum sagðist ætla að „flengja Hattar-menn“ þegar að liðin mætast næst. „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina,“ sagði Kane svo um deilurnar milli sín og McCauley. McCauley hafði ekki sömu sögu að segja og Kane: „Ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala.“ Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, hefur fengið sig fullsaddann af látunum í Kane: „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli.“ Leikur þar sem að átök í hálfleik drógu athyglina frá körfuboltanum sjálfum sem spilaður var innan vallar. Leik sem lauk með tuttugu og níu stiga sigri Grindvíkinga, 113-84. Liðin mætast næst þann 16.janúar í upphafi næsta árs.
Bónus-deild karla Höttur KKÍ UMF Grindavík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu