Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 07:31 Biden er nú staddur í Berlín þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópu. AP/Michael Kappeler Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Sinwar var sá sem lagði á ráðin um árásir Hamas þann 7. október í fyrra og óskaði Biden Ísraelsmönnum til hamingju með að hafa fellt hann. Hendur Sinwar hefðu verið baðaðar blóði; blóði Bandaríkjamanna, Ísraela og annarra. Biden tjáði sig um málið í Þýskalandi, þar sem hann mun funda með ráðamönnum í Evrópu, og sagðist nú eygja von um vopnahlé. Þá sagðist hann myndu senda utanríkisráðherrann Antony Blinken til Ísrael til að ræða þau mál á næstu fjórum eða fimm dögum. Blinken ræddi við ráðamenn í Katar og Sádi Arabíu í gær um leiðir til að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum. Yahya Sinwar, the leader of Hamas, was responsible for the killing of thousands of innocent people, including the victims of October 7 and hostages killed in Gaza. He had American blood on his hands.Because of his death, the United States, Israel, and the entire world are… pic.twitter.com/baCM0SFYDT— Vice President Kamala Harris (@VP) October 17, 2024 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa einnig kallað eftir vopnahléi. „Hamas hafa verið eyðilögð og forystu þeirra útrýmt,“ sagði Harris í gær. „Þetta augnablik veitir okkur tækifæri til að binda loksins enda á stríðið á Gasa.“ Yfirvöld í Íran segja drápið á Sinwar hins vegar munu styrkja andstöðuna gegn Ísrael og verða innblástur komandi kynslóða. Talsmenn Hezbollah sögðu um að ræða stigmögnun átaka þeirra við Ísrael. Leiðtogar Hamas hafa ekki tjáð sig um tíðindinn enn sem komið er. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Sinwar var sá sem lagði á ráðin um árásir Hamas þann 7. október í fyrra og óskaði Biden Ísraelsmönnum til hamingju með að hafa fellt hann. Hendur Sinwar hefðu verið baðaðar blóði; blóði Bandaríkjamanna, Ísraela og annarra. Biden tjáði sig um málið í Þýskalandi, þar sem hann mun funda með ráðamönnum í Evrópu, og sagðist nú eygja von um vopnahlé. Þá sagðist hann myndu senda utanríkisráðherrann Antony Blinken til Ísrael til að ræða þau mál á næstu fjórum eða fimm dögum. Blinken ræddi við ráðamenn í Katar og Sádi Arabíu í gær um leiðir til að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum. Yahya Sinwar, the leader of Hamas, was responsible for the killing of thousands of innocent people, including the victims of October 7 and hostages killed in Gaza. He had American blood on his hands.Because of his death, the United States, Israel, and the entire world are… pic.twitter.com/baCM0SFYDT— Vice President Kamala Harris (@VP) October 17, 2024 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa einnig kallað eftir vopnahléi. „Hamas hafa verið eyðilögð og forystu þeirra útrýmt,“ sagði Harris í gær. „Þetta augnablik veitir okkur tækifæri til að binda loksins enda á stríðið á Gasa.“ Yfirvöld í Íran segja drápið á Sinwar hins vegar munu styrkja andstöðuna gegn Ísrael og verða innblástur komandi kynslóða. Talsmenn Hezbollah sögðu um að ræða stigmögnun átaka þeirra við Ísrael. Leiðtogar Hamas hafa ekki tjáð sig um tíðindinn enn sem komið er.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira