Fá að leita í innrituðum farangri farþega að þeim fjarstöddum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 06:46 Ef leitað er í farangri farþega að þeim fjarstöddum skal engu að síður tilkynna að leitin hafi farið fram. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra kveður á um að tollgæslu verði heimilt að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að eigandanum fjarstöddum. Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“ Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“
Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira