Fá að leita í innrituðum farangri farþega að þeim fjarstöddum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 06:46 Ef leitað er í farangri farþega að þeim fjarstöddum skal engu að síður tilkynna að leitin hafi farið fram. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra kveður á um að tollgæslu verði heimilt að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að eigandanum fjarstöddum. Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“ Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“
Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent