„Hann kýldi mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 23:28 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur. vísir / anton brink Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. „Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
„Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira