„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét gamminn geysa. vísir / anton brink Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. „Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
„Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira