Ítrekuð brot gegn grunnskólastúlku nauðgun eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 17:05 Najeb Mohammad Alhaj Husin fær þyngri dóm í Landsrétti en í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Landsréttur hefur þyngt dóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt hann í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins, en vildi meina að háttsemi hans hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur segir að um nauðgun sé að ræða og dæmir hann í fimm ára fangelsi. Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóms í desember síðastliðnum. Þá umfjöllun má finna hér. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Landsréttur þyngdi dóminn.Vísir/Vilhelm Neitaði sök Lögreglu barst tilkynning um málið frá félagsmálayfirvöldum í sveitarfélaginu í maí 2022. Tveimur dögum seinna var maðurinn handtekinn, en hann neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa kynnst stúlkunni og vinkonu hennar við líkamsrækt nokkrum mánuðum áður og tengst þeim á samfélagsmiðlunum Snapchat og Facebook. Í febrúar þetta ár hefði skólastjóri skólans gert athugasemd við að hann væri í samskiptum við svona ungar stúlkur og hann þá hætt því. Þó hefðu stelpurnar gætt barna hans seinna í sama mánuði. Hann viðurkenndi fyrir dómi að hafa vistað ljósmynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Landsréttur segir í dómi sínum að framburður Najeb hafi verið ótrúverðugur en framburður stúlkunnar trúverðugur og í samræmi við göng málsins. Í dómnum er bent á að lýsingar hans á sambandi sínu við stúlkuna hafi tekið breytingum. Fyrst hafi hann sagst þekkja lítið til hennar og síðan talað um að þau ætti í vinasambandi. Beitti hana nauðung Líkt og áður segir féllst Héraðsdómur Norðurlands vestra ekki á að Najeb hefði nauðgað stúlkunni. Í dómi Landsréttar segir að það megi rekja af samskiptum þeirra á Snapvhat að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Í fyrstu hafi hann slegið henni gullhamra og síðan þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna. Í fyrstu hafi stúlkan verið hikandi við að hitta hann. Þá segir að hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Það var meðal annars vegna þessa sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt hana ólögmætri nauðung og því var hann sakfelldur fyrir nauðgun. Í dómnum segir að hann hafi gerst sekur um margítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku á barnsaldri sem hafi verið alvarleg. Því var ákveðið að dæma hann í fimm ára fangelsi, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt hefur verið dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 3,5 milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 2,5 milljónum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóms í desember síðastliðnum. Þá umfjöllun má finna hér. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Landsréttur þyngdi dóminn.Vísir/Vilhelm Neitaði sök Lögreglu barst tilkynning um málið frá félagsmálayfirvöldum í sveitarfélaginu í maí 2022. Tveimur dögum seinna var maðurinn handtekinn, en hann neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa kynnst stúlkunni og vinkonu hennar við líkamsrækt nokkrum mánuðum áður og tengst þeim á samfélagsmiðlunum Snapchat og Facebook. Í febrúar þetta ár hefði skólastjóri skólans gert athugasemd við að hann væri í samskiptum við svona ungar stúlkur og hann þá hætt því. Þó hefðu stelpurnar gætt barna hans seinna í sama mánuði. Hann viðurkenndi fyrir dómi að hafa vistað ljósmynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Landsréttur segir í dómi sínum að framburður Najeb hafi verið ótrúverðugur en framburður stúlkunnar trúverðugur og í samræmi við göng málsins. Í dómnum er bent á að lýsingar hans á sambandi sínu við stúlkuna hafi tekið breytingum. Fyrst hafi hann sagst þekkja lítið til hennar og síðan talað um að þau ætti í vinasambandi. Beitti hana nauðung Líkt og áður segir féllst Héraðsdómur Norðurlands vestra ekki á að Najeb hefði nauðgað stúlkunni. Í dómi Landsréttar segir að það megi rekja af samskiptum þeirra á Snapvhat að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Í fyrstu hafi hann slegið henni gullhamra og síðan þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna. Í fyrstu hafi stúlkan verið hikandi við að hitta hann. Þá segir að hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Það var meðal annars vegna þessa sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt hana ólögmætri nauðung og því var hann sakfelldur fyrir nauðgun. Í dómnum segir að hann hafi gerst sekur um margítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku á barnsaldri sem hafi verið alvarleg. Því var ákveðið að dæma hann í fimm ára fangelsi, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt hefur verið dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 3,5 milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 2,5 milljónum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira