Ítrekuð brot gegn grunnskólastúlku nauðgun eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 17:05 Najeb Mohammad Alhaj Husin fær þyngri dóm í Landsrétti en í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Landsréttur hefur þyngt dóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt hann í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins, en vildi meina að háttsemi hans hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur segir að um nauðgun sé að ræða og dæmir hann í fimm ára fangelsi. Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóms í desember síðastliðnum. Þá umfjöllun má finna hér. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Landsréttur þyngdi dóminn.Vísir/Vilhelm Neitaði sök Lögreglu barst tilkynning um málið frá félagsmálayfirvöldum í sveitarfélaginu í maí 2022. Tveimur dögum seinna var maðurinn handtekinn, en hann neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa kynnst stúlkunni og vinkonu hennar við líkamsrækt nokkrum mánuðum áður og tengst þeim á samfélagsmiðlunum Snapchat og Facebook. Í febrúar þetta ár hefði skólastjóri skólans gert athugasemd við að hann væri í samskiptum við svona ungar stúlkur og hann þá hætt því. Þó hefðu stelpurnar gætt barna hans seinna í sama mánuði. Hann viðurkenndi fyrir dómi að hafa vistað ljósmynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Landsréttur segir í dómi sínum að framburður Najeb hafi verið ótrúverðugur en framburður stúlkunnar trúverðugur og í samræmi við göng málsins. Í dómnum er bent á að lýsingar hans á sambandi sínu við stúlkuna hafi tekið breytingum. Fyrst hafi hann sagst þekkja lítið til hennar og síðan talað um að þau ætti í vinasambandi. Beitti hana nauðung Líkt og áður segir féllst Héraðsdómur Norðurlands vestra ekki á að Najeb hefði nauðgað stúlkunni. Í dómi Landsréttar segir að það megi rekja af samskiptum þeirra á Snapvhat að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Í fyrstu hafi hann slegið henni gullhamra og síðan þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna. Í fyrstu hafi stúlkan verið hikandi við að hitta hann. Þá segir að hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Það var meðal annars vegna þessa sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt hana ólögmætri nauðung og því var hann sakfelldur fyrir nauðgun. Í dómnum segir að hann hafi gerst sekur um margítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku á barnsaldri sem hafi verið alvarleg. Því var ákveðið að dæma hann í fimm ára fangelsi, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt hefur verið dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 3,5 milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 2,5 milljónum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóms í desember síðastliðnum. Þá umfjöllun má finna hér. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Landsréttur þyngdi dóminn.Vísir/Vilhelm Neitaði sök Lögreglu barst tilkynning um málið frá félagsmálayfirvöldum í sveitarfélaginu í maí 2022. Tveimur dögum seinna var maðurinn handtekinn, en hann neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa kynnst stúlkunni og vinkonu hennar við líkamsrækt nokkrum mánuðum áður og tengst þeim á samfélagsmiðlunum Snapchat og Facebook. Í febrúar þetta ár hefði skólastjóri skólans gert athugasemd við að hann væri í samskiptum við svona ungar stúlkur og hann þá hætt því. Þó hefðu stelpurnar gætt barna hans seinna í sama mánuði. Hann viðurkenndi fyrir dómi að hafa vistað ljósmynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Landsréttur segir í dómi sínum að framburður Najeb hafi verið ótrúverðugur en framburður stúlkunnar trúverðugur og í samræmi við göng málsins. Í dómnum er bent á að lýsingar hans á sambandi sínu við stúlkuna hafi tekið breytingum. Fyrst hafi hann sagst þekkja lítið til hennar og síðan talað um að þau ætti í vinasambandi. Beitti hana nauðung Líkt og áður segir féllst Héraðsdómur Norðurlands vestra ekki á að Najeb hefði nauðgað stúlkunni. Í dómi Landsréttar segir að það megi rekja af samskiptum þeirra á Snapvhat að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Í fyrstu hafi hann slegið henni gullhamra og síðan þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna. Í fyrstu hafi stúlkan verið hikandi við að hitta hann. Þá segir að hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Það var meðal annars vegna þessa sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt hana ólögmætri nauðung og því var hann sakfelldur fyrir nauðgun. Í dómnum segir að hann hafi gerst sekur um margítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku á barnsaldri sem hafi verið alvarleg. Því var ákveðið að dæma hann í fimm ára fangelsi, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt hefur verið dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 3,5 milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 2,5 milljónum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira