„Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2024 19:57 Feðgarnir Jón K. Jacobsen og Geir Örn Jacobsen hafa báðir glímt við fíknivanda. Vísir/Einar Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir. Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir.
Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira