Innlent

Líneik Anna lætur af þing­mennsku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Líneik Anna Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins kveður Alþingi.
Líneik Anna Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins kveður Alþingi. Vísir/Vilhelm

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum.

Þetta staðfestir Líneik Anna í samtali við Austurfrétt. Hún var fyrst kjörin á þing í kosningunum 2013. Hún náði ekki á þing í kosningunum 2016 þegar Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn varð ekki langlíf, boða þurfti aftur til kosninga 2017 þar sem Líneik náði kjöri á ný. Hún hefur setið á þingi fyrir Framsókn síðan.

Líneik Anna segir í samtali við Austurfrétt að slit Bjarna Benediktssonar á ríkisstjórnarsamstarfinu á sunnudag hafi komið henni á óvart. Hún sé bjartsýn á möguleika Framsóknar í komandi kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×