Stuðningur fjölskyldunnar ekki sjálfsagður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2024 16:05 Hrafnhildur bar sigur úr býtum í Ungfrú Ísland árið 2022. Hrafnhildur Haraldsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fer fram í Manila í Filipseyjum, þann 9. nóvember næstkomandi. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022 og er talin afar sigurstrangleg í keppninni ytra þrátt fyrir ungan aldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds. Ungfrú Ísland Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bob Weir látinn Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds.
Ungfrú Ísland Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bob Weir látinn Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira