„Alltaf í einhverjum skotgröfum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2024 12:02 Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Val í Bónus-deild karla í körfubolta. Bæði lið leita síns fyrsta sigurs í deildinni. Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1. Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Álftanes tapaði fyrir Keflavík í fyrstu umferð 108-101 eftir framlengdan leik og þá tapaði 89-80 fyrir Njarðvík um helgina. Íslandsmeistararnir hafa ekki verið sannfærandi, töpuðu með 14 stiga mun fyrir Stjörnunni og með sjö stigum heima fyrir Þór Þorlákshöfn. Kjartan segir það gefa leik kvöldsins meira gildi að bæði lið séu að elta sinn fyrsta sigur í vetur. „Þetta er náttúrulega einn af 22 leikjum í deildinni en auðvitað eykur það mikilvægi leiksins, eða gildi leiksins kannski, og vonandi skemmtunina að bæði lið hafa ekki náð í sigur. Bæði lið hafa verið í ansi jöfnum leikjum svo það er stutt á milli í þessu,“ segir Kjartan Atli í samtali við íþróttadeild. Á hann þá von á spennandi leik? „Ég vona ekki. Ég vona að við vinnum hann örugglega. Það er mjög erfitt að segja til um það. Liðin eru heldur ólík myndi ég segja en bæði þessi lið voru í fyrra, getum við sagt á einfaldan hátt, hafi verið varnarlið. Leikurinn á Álftanesi í fyrra var mjög jafn og lágt stigaskor,“ „En við eigum eftir að kynnast þessum liðum betur. Það eru allir að finna taktinn saman og Valsliðið í smá breytingarfasa líka. Við sjáum bara til hvernig fer,“ segir Kjartan. Reyndustu grillarar landsins á svæðinu Aðspurður um nálgun á verkefni kvöldsins og hvað hafi vantað upp á sigurinn í fyrstu tveimur leikjunum heldur Kjartan spilunum þétt að sér, sem hann segir vanann í deildinni. „Við teljum okkur vera á réttri leið með það allt. Ég fer svo sem kannski ekki að ræða mikla taktík, þetta er nú alltaf í einhverjum skotgröfum hjá okkur í þessari deild. En það eru ákveðnir þættir sem við höfum verið að vinna í og við sjáum hvort það skili ekki árangri í kvöld,“ „Þetta verður hrikalega skemmtilegur viðburður. Það er miklu tjaldað til úti á Nesi. Reyndustu hamborgaragrillarar landsins eru mættir á grillið og það verður vel mætt. Við hvetjum alla Álftnesinga til að mæta og Valsara líka. Fyllum húsið,“ segir Kjartan Atli. Leikur Álftaness og Vals hefst klukkan 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Alls eru fjórir leikir í kvöld og verður þeim öllum fylgt eftir samtímis í Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10 og þá er GAZ-ið einnig á sínum stað þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ósigraðra liða Grindavíkur og Hattar á Stöð 2 BD1.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Valur Körfubolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira