Eins og AirBnb og Uber en fyrir tónlistarkennslu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 08:48 Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Aðsend Fjárfestingasjóðurinn Frumtak, ásamt hópi fjárfesta, hefur fjárfest fyrir 330 milljónir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Í tilkynningu segir að Moombix sé ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu með því að tengja saman nemendur og kennara um allan heim. Moombix var stofnað af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur frumkvöðli og tónlistarkonu. Margrét er tónlistarmenntuð og stundaði nám við the Royal Academy of Music í London. Moombix er markaðstorg og kennslurými fyrir lifandi tónlistarkennslu á netinu, þar sem nemendur geta lært tónlist frá reyndum kennurum og tónlistarfólki hvar sem er í heiminum. „Við viljum skapa vettvang sem gerir tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu eða reynslu. Moombix er fyrir alla þá sem elska tónlist og vilja dýpka þekkingu sína, taka fyrstu skrefin að læra á hljóðfæri, semja sína eigin tónlist eða reyna fyrir sér sem plötusnúður. Hefðbundin tónlistarkennsla er fyrst og fremst ætluð fyrir börn á skólaaldri og hafa því fullorðnir haft takmarkaða möguleika til að læra. Við viljum koma til móts við þennan hóp, auka aðgengi að tónlistarkennslu og byggja kennsluna meira á forsendum nemendanna“, segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Hér má sjá hvað tekur við þegar fólk skráir sig inn á Moonbix.Aðsend Í tilkynningu segir að Moombix megi líkja við AirBnB eða Uber en í heimi tónlistar. Þar megi finna fjölbreytt úrval tónlistarkennara sem kenna ólíkar tónlistagreinar. Allt frá kennslu klassískra hljóðfæra til kennslu á tónsmíða- og plötusnúðaforrit. Þá segir að við þróun Moombix hafi fullorðnir notendur verið hafðir í huga sem ekki hafi tíma til að binda sig við hefðbundna tónlistarkennslu en hafa áhuga á að læra tónlist þegar þeim hentar. Tónlistariðkun sé lífsstíll „Hugmyndin er að tónlistariðkun sé eins konar lífsstíll rétt eins og að fara í jógatíma, læra á gönguskíði, spila golf eða læra tungumál á netinu.“ Eins og er bjóða um 200 kennarar upp á kennslu í Moombix. Þar á meðal tónlistarmenn sem tilnefndir hafa verið til Grammy verðlaunanna og sem hafa starfað með Massive Attack og Kylie Minogue. Tónlistarkennarar stjórna sínum eigin kennslustundum, tekjum og kennslutíma. „Við hjá Frumtaki erum mjög spennt að styðja Moombix í sókn sinni á erlenda markaði. Fyrirtækið hefur möguleika á að geta gjörbylt tónlistarkennslu með auknum sveigjanleika og aðgengi fyrir nemendur og kennara. Með þessu móti er hægt að laða til sín kennara og tónlistarfólk sem vill stjórna sínum tíma sjálft og geta kennt hvar sem er í heiminum“, segir Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri og meðeigandi Frumtaks Venture. Nýsköpun Tækni Bretland Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Moombix var stofnað af Margréti Júlíönu Sigurðardóttur frumkvöðli og tónlistarkonu. Margrét er tónlistarmenntuð og stundaði nám við the Royal Academy of Music í London. Moombix er markaðstorg og kennslurými fyrir lifandi tónlistarkennslu á netinu, þar sem nemendur geta lært tónlist frá reyndum kennurum og tónlistarfólki hvar sem er í heiminum. „Við viljum skapa vettvang sem gerir tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu eða reynslu. Moombix er fyrir alla þá sem elska tónlist og vilja dýpka þekkingu sína, taka fyrstu skrefin að læra á hljóðfæri, semja sína eigin tónlist eða reyna fyrir sér sem plötusnúður. Hefðbundin tónlistarkennsla er fyrst og fremst ætluð fyrir börn á skólaaldri og hafa því fullorðnir haft takmarkaða möguleika til að læra. Við viljum koma til móts við þennan hóp, auka aðgengi að tónlistarkennslu og byggja kennsluna meira á forsendum nemendanna“, segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, forstjóri og stofnandi Moombix. Hér má sjá hvað tekur við þegar fólk skráir sig inn á Moonbix.Aðsend Í tilkynningu segir að Moombix megi líkja við AirBnB eða Uber en í heimi tónlistar. Þar megi finna fjölbreytt úrval tónlistarkennara sem kenna ólíkar tónlistagreinar. Allt frá kennslu klassískra hljóðfæra til kennslu á tónsmíða- og plötusnúðaforrit. Þá segir að við þróun Moombix hafi fullorðnir notendur verið hafðir í huga sem ekki hafi tíma til að binda sig við hefðbundna tónlistarkennslu en hafa áhuga á að læra tónlist þegar þeim hentar. Tónlistariðkun sé lífsstíll „Hugmyndin er að tónlistariðkun sé eins konar lífsstíll rétt eins og að fara í jógatíma, læra á gönguskíði, spila golf eða læra tungumál á netinu.“ Eins og er bjóða um 200 kennarar upp á kennslu í Moombix. Þar á meðal tónlistarmenn sem tilnefndir hafa verið til Grammy verðlaunanna og sem hafa starfað með Massive Attack og Kylie Minogue. Tónlistarkennarar stjórna sínum eigin kennslustundum, tekjum og kennslutíma. „Við hjá Frumtaki erum mjög spennt að styðja Moombix í sókn sinni á erlenda markaði. Fyrirtækið hefur möguleika á að geta gjörbylt tónlistarkennslu með auknum sveigjanleika og aðgengi fyrir nemendur og kennara. Með þessu móti er hægt að laða til sín kennara og tónlistarfólk sem vill stjórna sínum tíma sjálft og geta kennt hvar sem er í heiminum“, segir Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri og meðeigandi Frumtaks Venture.
Nýsköpun Tækni Bretland Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent