Skora á Alþingi að axla ábyrgð og greiða fyrir nýrri Ölfusárbrú Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 07:07 Nefndin segir umferðartafir við gömlu brúna ógna öryggi. Vísir/Vilhelm Héraðsnefnd Árnesinga skorar á Alþingi að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar nýrrar brúar yfir Ölfusá. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar, sem hittist á haustfundi í vikunni. Héraðsnefnd Árnesinga er byggðasamlag allra sveitarfélaga Árnessýslu; Árborgar, Bláskógarbyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðis, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ölfuss. Í ályktuninni segir að íbúar Suðurlands og aðrir sem leggja leið sína um Selfoss geti ekki öllu lengur búið við þær umferðartafir sem séu meira og minna orðna viðvarandi við gömlu brúna og þá sérstaklega á álagstímum. „Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki,“ segir í ályktuninni. Tími áætlunargerða sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp. Héraðsnefnd Árnesinga. Ályktunin í heild: „Héraðsnefnd Árnesinga skorar hér með á Alþingi Íslendinga að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar við byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Héraðsnefnd Árnesinga minnir á að framkvæmdin á að greiðast með gjaldtöku notenda en ekki af fjármunum samgönguáætlunar og því óháð þeirri fjármögnun og forgangsröðun. Íbúar Suðurlands ásamt öllum þeim sem leið sína leggja um Selfoss geta ekki öllu lengur búið við umferðatafir þær sem eru meira og minna orðnar viðvarandi um gömlu Ölfusárbrúnna við Selfoss og eru sérstaklega íþyngjandi á álagstímum. Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki. Tími áætlunargerða, mati á mögulegum brúarstæðum og legu Hringvegarins er liðinn. Tími framkvæmda er runninn upp.“ Ný Ölfusárbrú Ölfus Árborg Samgöngur Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar, sem hittist á haustfundi í vikunni. Héraðsnefnd Árnesinga er byggðasamlag allra sveitarfélaga Árnessýslu; Árborgar, Bláskógarbyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðis, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ölfuss. Í ályktuninni segir að íbúar Suðurlands og aðrir sem leggja leið sína um Selfoss geti ekki öllu lengur búið við þær umferðartafir sem séu meira og minna orðna viðvarandi við gömlu brúna og þá sérstaklega á álagstímum. „Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki,“ segir í ályktuninni. Tími áætlunargerða sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp. Héraðsnefnd Árnesinga. Ályktunin í heild: „Héraðsnefnd Árnesinga skorar hér með á Alþingi Íslendinga að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar við byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Héraðsnefnd Árnesinga minnir á að framkvæmdin á að greiðast með gjaldtöku notenda en ekki af fjármunum samgönguáætlunar og því óháð þeirri fjármögnun og forgangsröðun. Íbúar Suðurlands ásamt öllum þeim sem leið sína leggja um Selfoss geta ekki öllu lengur búið við umferðatafir þær sem eru meira og minna orðnar viðvarandi um gömlu Ölfusárbrúnna við Selfoss og eru sérstaklega íþyngjandi á álagstímum. Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki. Tími áætlunargerða, mati á mögulegum brúarstæðum og legu Hringvegarins er liðinn. Tími framkvæmda er runninn upp.“
Ný Ölfusárbrú Ölfus Árborg Samgöngur Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira