„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 11:54 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við. Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við.
Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02
Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59