Pallborðið: Rannsókn lögreglunnar á meintri byrlun og símastuldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2024 10:38 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, og Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélagsins í málinu, koma í Pallborðið klukkan 14. Þrjár vikur eru síðan lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti að hún hefði fellt niður rannsókn á meintri byrlun skipstjórans Páls Steingrímssonar, afritun gagna af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni. Páll undirbýr nú að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði réttarstöðu sakbornings í málinu auk sex blaðamanna. Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannfélagsins í málinu koma í Pallborðið á Vísi klukkan tvö til að fara yfir málið. Málið má rekja aftur til umfjöllunar Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Í kjölfarið var fjallað um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja á Stundinni og Kjarnanum, nú Heimildinni, og störf hennar. Skæruliðadeildin var skipuð nokkrum starfsmönnum Samherja, þar á meðal Örnu Bryndísi McClure yfirlögfræðingi Samherja, Þorbirni Þórðarsyni almannatengslaráðgjafa, Páli Steingrímssyni þáverandi skipstjóra hjá Samherja og Jóni Óttari Ólafssyni rágjafa og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni. Fram kom í umfjöllun um samskiptin þeirra á milli að þau hafi meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður formannskjörs í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör fyrir Alþingiskosningar árið 2021 hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi. Strax og Samherjamenn voru upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu þar sem hann fullyrti meðal annars að síma sínum hefði verið stolið þegar hann lá fárveikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í maímánuði 2021. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Pallborðið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Páll undirbýr nú að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði réttarstöðu sakbornings í málinu auk sex blaðamanna. Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannfélagsins í málinu koma í Pallborðið á Vísi klukkan tvö til að fara yfir málið. Málið má rekja aftur til umfjöllunar Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Í kjölfarið var fjallað um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja á Stundinni og Kjarnanum, nú Heimildinni, og störf hennar. Skæruliðadeildin var skipuð nokkrum starfsmönnum Samherja, þar á meðal Örnu Bryndísi McClure yfirlögfræðingi Samherja, Þorbirni Þórðarsyni almannatengslaráðgjafa, Páli Steingrímssyni þáverandi skipstjóra hjá Samherja og Jóni Óttari Ólafssyni rágjafa og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni. Fram kom í umfjöllun um samskiptin þeirra á milli að þau hafi meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður formannskjörs í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör fyrir Alþingiskosningar árið 2021 hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi. Strax og Samherjamenn voru upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu þar sem hann fullyrti meðal annars að síma sínum hefði verið stolið þegar hann lá fárveikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í maímánuði 2021. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.
Pallborðið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52
Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26
Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49