María Thelma og Steinar Thors héldu brúðkaup ársins Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. október 2024 07:03 María Thelma og Steinar giftu sig við fallega athöfn 12. október síðastliðinn. Elísabet Blöndal Nýgiftu hjónin María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors, skiptastjóri hjá Straumi, gengu í hjónaband við fallega athöfn í Hallgrímskirkju liðna helgi. Lífið ræddi við hjúin um stóra daginn, og ógleymanlegt og þaulskipulagt bónorð Steinars. María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem skiptastjóri hjá Straumi. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Leiðir Maríu og Steinars hafa legið óvænt saman nokkrum sinnum í gegnum árum áður þau ákvaðu að fara á sitt fyrsta stefnumót. „Eftir það deit vorum við eiginlega óaðskiljanleg,“ segja þau. Elísabet Blöndal Hjónin hafa verið saman í rúmlega tvö ár og trúlofuðu sig í desember í árið 2022. Þau voru á jólarölti í Hafnarfirði sem tók ansi óvænta stefnu þegar Steinar skellti sér á skeljarnar og bað um hönd Maríu Thelmu í miðju Jólaþorpinu. Hvernig var trúlofunin? Við vorum í raun ekkert að tvínóna við hlutina, en trúlofunin átti sér stað einungis átta mánuðum eftir fyrsta deitið okkar, en Steinar var búinn að taka þessa ákvörðun þremur til fjórum mánuðum áður. Þá hafði hann tekið sér góðan tíma í að velja hinn fullkomna hring fyrir tilefnið fyrir grunlausa Maríu Thelmu. Næsta verkefni Steinars var síðan að finna fullkomna tímasetningu fyrir bónorðið sjálft en þetta þurfti að vera eitthvað einstakt og eftirminnilegt sem sæti lengi í minningu okkar beggja. Steinar fékk hringinn í hendurnar í byrjun desember 2022 og var niðurstaðan sú að bónorðið myndi eiga sér stað vestur á Snæfellsnesi þar sem við ætluðum að eyða fyrstu jólunum okkar saman í orlofshúsi fjölskyldu Steinars en það er einhver fallegasti staður og hús sem finnst á landinu öllu! Eftir því sem dagarnir liðu, óx spenningurinn hjá Steinari og tók hann myndir af hringnum til að sýna nánustu vinum og fjölskyldu, enda var hringurinn gullfallegur. View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) „Hvaða hringur var þetta?“ Það var síðan eitt kvöldið sem við lágum saman í rúminu og vorum að minnast einhvers sem gerðist fyrr þennan mánuðinn og Steinar hafði tekið mynd af því. Við munum hreinlega ekki alveg hvað það var því það féll fljótt í gleymsku eftir áfallið sem þessu öllu saman fylgdi því þar sem við lágum og Steinar fletti myndum í albúminu, kom allt í einu í ljós þessi gullfallegi demantshringur. Steinar fékk það mikið áfall að hann fraus og fékk sig ekki einu sinni til að fletta yfir á næstu mynd fyrr en eftir nokkrar langar sekúndur í algjörri þögn. Síðan hægt og skömmustulega fletti Steinar yfir á næstu mynd og við tóku aðrar fimm sekúndur í þögn áður en María spurði gætilega „hvaða hringur var þetta“? Skælbrosandi. Það var kannski ágætt því þarna vissi Steinar allavega hvert svarið hennar yrði á stóra deginum. Eftir vandræðalegan útúrsnúning og vonlausar tilraunir kærastans til að bjarga sér út klípunni sem hann var búinn að koma sér í, þá einhvern veginn, án tafarlauss bónorðs náðum við að sofna það kvöld. Þegar við vöknuðum síðan daginn eftir tók Steinar hringinn með í göngutúrinn sem við áttum planaðan kvöldið eftir í gegnum jólaþorpið í Hafnarfirðinum enda þurfti Steinar að breyta upprunalega planinu eftir flugslysið kvöldið áður. View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) Það var síðan í miðju Jólaþorpinu á Thorsplani að Steinar fór á skeljarnar fyrir framan jólatréð sem hafði þá hjarta í stað stjörnu. Það var yndisleg stund. Eftir að hún hafði svarað játandi kom til okkar kona sem hafði náð mynd af bónorðinu sem okkur þykir ótrúlega vænt um. Síðan eyddum við restinni af kvöldinu í bæjarrölti milli uppáhalds staðanna okkar í bænum flassandi hringnum ástfangin upp yfir haus. Þetta var alveg ógleymanlegt kvöld. Klassískt yfirbragð og fagurfræði Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Undirbúningurinn tók um það bil ár. Okkar helsti undirbúningur snerist um að sjá fyrir okkur hvaða þema við vildum hafa í veislunni og athöfninni, skipuleggja sparnað og önnur praktísk atriði því allt er kemur að skreytingum og annarri þungavinnu var allt fengið frá Alinu hjá „og smáatriðin“ sem sá um mestu vinnuna. Það einfaldaði málin verulega fyrir okkur. Elísabet Blöndal Hvaðan fenguði innblástur? Þegar við settumst fyrst niður til að skipuleggja brúðkaupið okkar þá vorum við bæði sammála um að það sem við vildum að einkenndi daginn okkar frá upphafi til enda væri fágun, klassískt yfirbragð og fegurð. Við vildum tryggja að skreytingar og vettvangur brúðkaupsins og veislunnar yrði tímalaus og því varð Hallgrímskirkja fyrir valinu. Salurinn var síðan skreyttur í þeim litapallettum sem best samrýmdist þeim hugmyndum okkar og stóð Alina sig ótrúlega vel við að fanga þá tilfinningu en við unnum mjög náið með henni í hugmynda- og hönnunarvinnu. Innblástur sóttum við í brúðkaup Sofia Richie og Elliot Grainge en við vildum vera í svipuðu umhverfi, hafa svipaðar blómaskreytingar og skapa álíka andrúmsloft og lesa mátti úr myndum frá brúðkaupi þeirra stjörnuhjóna. Salurinn í Iðnó og valið á kirkjunni fullnægði þeim kröfum okkar fullkomlega enda guðdómlega fallegar byggingar, tímalausar og rómantískar. Þegar í veisluna var komið vildum við fanga fágaða en jafnframt áþreifanlega stemningu og því völdum við lifandi djassband og fylltum forsalinn af fallegum kertaljósum. Það var okkur mjög mikilvægt að forðast öll trend og tískubylgjur. Við fengum því ljósmyndarann okkar til að ganga á milli fólks og taka portrait ljósmyndir af gestum í stað þess að hafa photobooth. Valið á kjólnum var einnig hugsað með það að markmiði að standa út úr og fylgja ekki tískustraumum en á sama tíma halda klassíkinni og glæsileika í algjöru hámarki. Blúndur voru þar í miklu aðalhlutverki þar sem þær hafa fylgt brúðum fortíðar í aldanna rás en aldrei tapað glæsileika sínum. Elísabet Blöndal Við lögðum mikið upp úr því að sinna smáatriðum sem skipti miklu máli við að skapa réttu stemninguna en Reykjavík Letterpress gegndi þar meðal annars mikilvægu hlutverki. Kaja Balejko, eigandi Letterpress lagði mikið til málanna við hönnum boðskortanna sem gaf gestum strax hugmynd um við hverju mátti búast. Sérþekking hennar og reynsla reyndist okkur afar dýrmæt og gerði hún hugmyndum okkar góð skil með hönnun sinni á matseðlum, nafnspjöldum og sætaskipan. Skemmtanagildið í hámarki Hugmynd okkar um val á tónlistaratriðum var síðan hugsað þannig að skemmtanagildið væri í hámarki og í takt við tímann. Því var Margrét Rán og Páll Óskar fyrir valinu en þau færðu veisluna uppá nýtt plan og kórónuðu daginn og kvöldið með flutningi sínum. Elísabet Blöndal Við gerðum miklar kröfur til ljósmynda- og upptökufólks til að geta fangað réttu augnablikin og þá stemningu sem við vildum skapa. Því var engin spurning þegar Elísabet Blöndal var valin sem ljósmyndari, enda tala verk hennar sínu máli og ljósmyndir hennar frá deginum og kvöldinu algjörlega stórkostlegar. Sama má segja um Gunnar Bjarka, en eftir að hafa legið yfir myndefni frá mörgum sem komu til greina varð hann fyrir valinu. Við eigum erfitt með að lýsa því í orðum hversu þakklát við erum þeim tveim, en saman hafa þau fest bestu og fallegustu augnablik lífs okkar á filmu sem við munum eiga út lífið og af slíkri fagmennsku að erfitt er að finna jafnoka þeirra. Verðandi brúður byrjaði daginn langt á undan brúðgumanum Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Brúðkaupsdagurinn okkar var ekkert annað en fullkominn! Verðandi brúður byrjaði daginn sinn langt á undan brúðgumanum, en brúðguminn var sendur kvöldið áður úr húsi og aftur í foreldrahús þar sem hann gat vaknað rólega í makindum sínum. Brúðurin vaknaði hins vegar heima kl 6:30 til að hefja sinn undirbúning. Þaðan lá leið hennar í Sunnusal í Iðnó þar sem fimm af hennar vinkonum ásamt systur hittust, borðuðu, og gerðu sig til saman. Alexandra Sif sá um förðunina og hár brúðarinnar, og skartgripirnir ásamt giftingarhringnum voru frá skartgripaversluninni By Lovísa. María var í ótrúlega góðum höndum vinkvenna og systur sem gerðu allt undirbúningsferlið svo eftirminnilegt og áhyggjulaust. Elísabet Blöndal Þegar klukkan sló 12 á hádegi mætti Steinar í Iðnó, en við ákváðum að taka brúðkaupsmyndirnar í gullfallegum Sunnusal í Iðnó fyrir athöfnina svo við gætum eytt meiri tíma með gestum okkar í fordrykknum í veislunni. Á staðnum var Gunnar Bjarki, upptökumaður, en hann kvikmyndaði allt brúðkaupið frá upphafi til enda og Elísabet Blöndal ljósmyndari sá um myndatökuna. Í sunnusalnum leit brúðguminn brúðina fyrst augum og var allt ferlið fest á filmu. Við tók síðan myndatakan sem heppnaðist ótrúlega vel. Sunnusalur bar sannarlega nafn með rentu en birtan úti sendi gullfallega sólargeisla inn í glæsilegan salinn sem setti svip sinn á allt ferlið. Um kl 14:00 mætti eldri sonur brúðgumans og stjúpsonur brúðar í Iðnó og sat fyrir í myndatöku ásamt brúðhjónum. Að myndatökunni lokinni hélt brúðgumi ásamt syni sínum sem jafnframt var hringaberinn til Hallgrímskirkju þar sem athöfnin sjálf var haldin en brúðurin var sótt í Iðnó af glæsilegri Porsche brúðarbifreið skreyttri fallegum hvítum borðum og slaufum og keyrð upp að dyrum Hallgrímskirkju. Brúðguminn steig sjálfur á svið í þrígang Athöfnin sjálf var síðan alveg einstök. Við vildum að hún yrði eins persónuleg og mögulegt væri svo við ákváðum að fara sjálf með okkar eigin heit til hvors annars sem var alveg einstaklega fallegt og eftirminnilegt móment. Brúðguminn sjálfur steig svo í tvígang á stokk og flutti tvö frumsamin lög á gítar og söng fyrir gesti athafnarinnar sem samin voru beint til brúðarinnar. Að athöfn lokinni var leiðinni haldið að Háteig, veislusal Grand Hótels í Sigtúni þar sem tekið var á móti gestum í forsal rýmisins með freyðivíni og ljúfum tónum lifandi djassbandsins Tríó Ragnars Jónssonar sem spilaði fyrir gesti á kontrabassa, píanó og saxafón. Birna Rún, leikkona og veislustjóri kvöldsins opnaði síðan veisluna og leiddi fólk inn í salinn sem skreyttur var guðdómlega af Alinu hjá Og smáatriðin. Hennar vinna við skipulag, pantanir, gerð kostnaðaráætlunar og samskipti við birgja var okkur brúðhjónum alveg ómetanleg enda sló það verulega á stressið í ferlinu öllu fyrir utan hvað salurinn var allur gullfallegur! Þriðja lagið of klúrt fyrir athöfnina Undir lok veislunnar flutti Steinar svo þriðja frumsamda lagið sem einnig var samið til Maríu, en það var ekki alveg eins rómantískt og í athöfninni heldur miklu klúrara og betur við hæfi veislu en kirkju. Þegar allar ræður og önnur atriði gesta voru afstaðin, hækkaði síðan tónlistin og inn gekk Margrét Rán, söngkona hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar GusGus á stokk og flutti lagið Higher fyrir brúðhjón og gesti sem uppskar mikinn fögnuð gesta. Þvínæst flutti hún lagið Gleðivíma sem hún gaf út og frumflutti svo eftirminnilega með Páli Óskari á Gaypride í ár, en einmitt þegar Páll Óskar kemur inn í lagið gekk hann sjálfur inn í salinn í egin persónu, tók undir með Margréti og tók svo við skemmtanahöldum með öllum helstu slögurum sínum ásamt tveim dönsurum sem reglulega sprengdu konfetti sprengjur yfir áhorfendur sem tryllti salinn! Að því loknu tók Mellý við sem DJ og spilaði fyrir dansi inn í nóttina. Brúðhjónin nýkrýndu enduðu svo kvöldið í forsestasvítu hótelsins sem var glæsileg. Við brunuðum svo daginn eftir beint á Snæfellsnesið í bústað okkar fjölskyldunnar þar sem bónorðið átti upphaflega að eiga sér stað og nutum veðurblíðunnar og fegurðarinnar í kyrrð og ró, ástfangin og hamingjusöm. Hvað voru margir gestir? Samanlagt í athöfn, veislu og partíi eftir veisluna voru þetta u.þ.b 120 manns en að veislunni lokinni bættist aðeins í hóp þeirra sem nutu tónlistaratriðanna og vínveitinga á barnum. Elísabet Blöndal Hvaðan eru fötin ykkar? Brúðguminn lét sérsauma á sig smóking jakkaföt hjá Suit up Reykjavík. Jakkafötin notaði Steinar fyrst í útskriftinni sinni úr MBA í Háskólanum í Reykjavík og lét hann sauma útskriftarárið og brúðkaups dagsetninguna inn í jakkann að innanverðu. Skyrtuna keypti hann síðan í Herragarðinum og skóna í Steinar Waage. Brúðarkjóllinn er úr hönnunarlínunni Made With Love sem fæst í Loforð og er „Haute couture“ . Fyrir þá sem ekki þekkja er það flokkur sérhannaðrar hátískuhönnunar og er sérstakur gæðastaðall á fatahönnun. Fjórir hápunktar Hvað stóð upp úr á deginum? Þegar litið er til baka eru margir hápunktar en við viljum nefna fjóra hluti. Elísabet Blöndal Fyrsti hápunkturinn er þegar eldri stjúpsonur brúðarinnar, og sonur brúðgumans, gekk með Maríu inn kirkjugólfið og rétti hönd hennar til pabba síns inni í kór Hallgrímskirkju. Það var alveg ógleymanlegt. Annar hápunktur var þegar Steinar flutti frumsamin lög til brúðarinnar fyrir gestina í Hallgrímskirkju. Þriðji var þegar María Thelma fór með heitin sín, en þau voru svo einlæg og innihéldu svo hjartnæm skilaboð til brúðgumans og sona hans beggja að það var varla þurrt auga í allri kirkjunni og erfitt fyrir brúðgumann að fylgja á eftir. Fjórði var síðan þegar Margrét Rán og Páll Óskar stigu á svið og luku skipulagðri veislu með algjörlega ógleymanlegum hætti. Stefnan sett á Grikkland Ætlið þið í brúðkaupsferð? Nú þegar þetta er skrifað sitjum við í stofunni í bústað foreldra og fjölskyldu Steinars og verðum hér í þrjá sólarhringa. Við munum svo fara í brúðkaupsferð erlendis á næsta ári og er stefnan sett á Grikkland. Var eitthvað sem kom mest á óvart? Það sem kom okkur mest á óvart var hversu fljótt dagurinn leið. Þetta er búið að vera svo langur aðdragandi, en allt frá því í byrjun sumars 2022 hefur Steinar vitað að María átti að verða eiginkona hans en María frá því í desember það sama ár. Rúmu ári síðar byrjaði síðan raunverulegur undirbúningur brúðkaupsins og svo þegar dagurinn hófst þá varð hann allt í einu svo fljótt hálfnaður. Þegar veislan var svo loks á enda þá upplifði maður hversu skamman tíma þetta tekur þegar heilt er á litið. Við nutum þó hverrar mínútu af honum sem betur fer en það verður að segjast að hversu hratt dagurinn leið kom verulega á óvart. Ráðleggja verðandi hjónum að taka sér tíma Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón? Það sem við ráðleggjum verðandi brúðhjónum er að taka sér tíma í að sjá fyrir sér daginn sinn og vera komin með hugmyndina hvaða upplifun á að skapa. Það auðveldar allar ákvarðanir sem fylgja því þá vitið þið hvort þær ákvarðanir séu í takti við þá heildarmynd sem þið eruð að reyna að skapa. Hugurinn getur oft flakkað á milli hluta sem ekki skipta stóru myndina máli og þá er alltaf hægt að fara aftur í grunninn, unnið þaðan og sleppt því sem á ekki við eða þjónar ekki tilgangi fyrir það brúðkaup sem þið viljið halda. Elísabet Blöndal Annað er að mikilvægt er að vera samkvæmur sjálfum sér við skipulagningu á stóra deginum. Við höfðum áður heyrt sögur af því að aðrir en brúðhjónin sjálf gerðu kröfur um hvernig brúðkaupið ætti að lýta út og því tókum við þá ákvörðun frá upphafi að sama hverjar kröfur annarra yrðu til dagsins, þá væru okkar hugmyndir og ákvarðanir alltaf ofar. Meðvirkni er raunveruleg tilfinning þegar brúðkaup eru rædd meðal vina og skyldmenna og þó maður vilji þóknast öllum, þá er mikilvægt að muna að þessi dagur er dagurinn ykkar og engra annarra. Það þýðir þó ekki að maður geti ekki verið opinn fyrir hugmyndum og ábendingum annarra, heldur að vinna að undirbúningnum eftir eigin bestu sannfæringu. Þannig geta brúðhjón tryggt að stóri dagurinn uppfylli allar þeirra væntingar en ekki væntingar annarra. Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Sjá meira
María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem skiptastjóri hjá Straumi. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Leiðir Maríu og Steinars hafa legið óvænt saman nokkrum sinnum í gegnum árum áður þau ákvaðu að fara á sitt fyrsta stefnumót. „Eftir það deit vorum við eiginlega óaðskiljanleg,“ segja þau. Elísabet Blöndal Hjónin hafa verið saman í rúmlega tvö ár og trúlofuðu sig í desember í árið 2022. Þau voru á jólarölti í Hafnarfirði sem tók ansi óvænta stefnu þegar Steinar skellti sér á skeljarnar og bað um hönd Maríu Thelmu í miðju Jólaþorpinu. Hvernig var trúlofunin? Við vorum í raun ekkert að tvínóna við hlutina, en trúlofunin átti sér stað einungis átta mánuðum eftir fyrsta deitið okkar, en Steinar var búinn að taka þessa ákvörðun þremur til fjórum mánuðum áður. Þá hafði hann tekið sér góðan tíma í að velja hinn fullkomna hring fyrir tilefnið fyrir grunlausa Maríu Thelmu. Næsta verkefni Steinars var síðan að finna fullkomna tímasetningu fyrir bónorðið sjálft en þetta þurfti að vera eitthvað einstakt og eftirminnilegt sem sæti lengi í minningu okkar beggja. Steinar fékk hringinn í hendurnar í byrjun desember 2022 og var niðurstaðan sú að bónorðið myndi eiga sér stað vestur á Snæfellsnesi þar sem við ætluðum að eyða fyrstu jólunum okkar saman í orlofshúsi fjölskyldu Steinars en það er einhver fallegasti staður og hús sem finnst á landinu öllu! Eftir því sem dagarnir liðu, óx spenningurinn hjá Steinari og tók hann myndir af hringnum til að sýna nánustu vinum og fjölskyldu, enda var hringurinn gullfallegur. View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) „Hvaða hringur var þetta?“ Það var síðan eitt kvöldið sem við lágum saman í rúminu og vorum að minnast einhvers sem gerðist fyrr þennan mánuðinn og Steinar hafði tekið mynd af því. Við munum hreinlega ekki alveg hvað það var því það féll fljótt í gleymsku eftir áfallið sem þessu öllu saman fylgdi því þar sem við lágum og Steinar fletti myndum í albúminu, kom allt í einu í ljós þessi gullfallegi demantshringur. Steinar fékk það mikið áfall að hann fraus og fékk sig ekki einu sinni til að fletta yfir á næstu mynd fyrr en eftir nokkrar langar sekúndur í algjörri þögn. Síðan hægt og skömmustulega fletti Steinar yfir á næstu mynd og við tóku aðrar fimm sekúndur í þögn áður en María spurði gætilega „hvaða hringur var þetta“? Skælbrosandi. Það var kannski ágætt því þarna vissi Steinar allavega hvert svarið hennar yrði á stóra deginum. Eftir vandræðalegan útúrsnúning og vonlausar tilraunir kærastans til að bjarga sér út klípunni sem hann var búinn að koma sér í, þá einhvern veginn, án tafarlauss bónorðs náðum við að sofna það kvöld. Þegar við vöknuðum síðan daginn eftir tók Steinar hringinn með í göngutúrinn sem við áttum planaðan kvöldið eftir í gegnum jólaþorpið í Hafnarfirðinum enda þurfti Steinar að breyta upprunalega planinu eftir flugslysið kvöldið áður. View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) Það var síðan í miðju Jólaþorpinu á Thorsplani að Steinar fór á skeljarnar fyrir framan jólatréð sem hafði þá hjarta í stað stjörnu. Það var yndisleg stund. Eftir að hún hafði svarað játandi kom til okkar kona sem hafði náð mynd af bónorðinu sem okkur þykir ótrúlega vænt um. Síðan eyddum við restinni af kvöldinu í bæjarrölti milli uppáhalds staðanna okkar í bænum flassandi hringnum ástfangin upp yfir haus. Þetta var alveg ógleymanlegt kvöld. Klassískt yfirbragð og fagurfræði Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Undirbúningurinn tók um það bil ár. Okkar helsti undirbúningur snerist um að sjá fyrir okkur hvaða þema við vildum hafa í veislunni og athöfninni, skipuleggja sparnað og önnur praktísk atriði því allt er kemur að skreytingum og annarri þungavinnu var allt fengið frá Alinu hjá „og smáatriðin“ sem sá um mestu vinnuna. Það einfaldaði málin verulega fyrir okkur. Elísabet Blöndal Hvaðan fenguði innblástur? Þegar við settumst fyrst niður til að skipuleggja brúðkaupið okkar þá vorum við bæði sammála um að það sem við vildum að einkenndi daginn okkar frá upphafi til enda væri fágun, klassískt yfirbragð og fegurð. Við vildum tryggja að skreytingar og vettvangur brúðkaupsins og veislunnar yrði tímalaus og því varð Hallgrímskirkja fyrir valinu. Salurinn var síðan skreyttur í þeim litapallettum sem best samrýmdist þeim hugmyndum okkar og stóð Alina sig ótrúlega vel við að fanga þá tilfinningu en við unnum mjög náið með henni í hugmynda- og hönnunarvinnu. Innblástur sóttum við í brúðkaup Sofia Richie og Elliot Grainge en við vildum vera í svipuðu umhverfi, hafa svipaðar blómaskreytingar og skapa álíka andrúmsloft og lesa mátti úr myndum frá brúðkaupi þeirra stjörnuhjóna. Salurinn í Iðnó og valið á kirkjunni fullnægði þeim kröfum okkar fullkomlega enda guðdómlega fallegar byggingar, tímalausar og rómantískar. Þegar í veisluna var komið vildum við fanga fágaða en jafnframt áþreifanlega stemningu og því völdum við lifandi djassband og fylltum forsalinn af fallegum kertaljósum. Það var okkur mjög mikilvægt að forðast öll trend og tískubylgjur. Við fengum því ljósmyndarann okkar til að ganga á milli fólks og taka portrait ljósmyndir af gestum í stað þess að hafa photobooth. Valið á kjólnum var einnig hugsað með það að markmiði að standa út úr og fylgja ekki tískustraumum en á sama tíma halda klassíkinni og glæsileika í algjöru hámarki. Blúndur voru þar í miklu aðalhlutverki þar sem þær hafa fylgt brúðum fortíðar í aldanna rás en aldrei tapað glæsileika sínum. Elísabet Blöndal Við lögðum mikið upp úr því að sinna smáatriðum sem skipti miklu máli við að skapa réttu stemninguna en Reykjavík Letterpress gegndi þar meðal annars mikilvægu hlutverki. Kaja Balejko, eigandi Letterpress lagði mikið til málanna við hönnum boðskortanna sem gaf gestum strax hugmynd um við hverju mátti búast. Sérþekking hennar og reynsla reyndist okkur afar dýrmæt og gerði hún hugmyndum okkar góð skil með hönnun sinni á matseðlum, nafnspjöldum og sætaskipan. Skemmtanagildið í hámarki Hugmynd okkar um val á tónlistaratriðum var síðan hugsað þannig að skemmtanagildið væri í hámarki og í takt við tímann. Því var Margrét Rán og Páll Óskar fyrir valinu en þau færðu veisluna uppá nýtt plan og kórónuðu daginn og kvöldið með flutningi sínum. Elísabet Blöndal Við gerðum miklar kröfur til ljósmynda- og upptökufólks til að geta fangað réttu augnablikin og þá stemningu sem við vildum skapa. Því var engin spurning þegar Elísabet Blöndal var valin sem ljósmyndari, enda tala verk hennar sínu máli og ljósmyndir hennar frá deginum og kvöldinu algjörlega stórkostlegar. Sama má segja um Gunnar Bjarka, en eftir að hafa legið yfir myndefni frá mörgum sem komu til greina varð hann fyrir valinu. Við eigum erfitt með að lýsa því í orðum hversu þakklát við erum þeim tveim, en saman hafa þau fest bestu og fallegustu augnablik lífs okkar á filmu sem við munum eiga út lífið og af slíkri fagmennsku að erfitt er að finna jafnoka þeirra. Verðandi brúður byrjaði daginn langt á undan brúðgumanum Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Brúðkaupsdagurinn okkar var ekkert annað en fullkominn! Verðandi brúður byrjaði daginn sinn langt á undan brúðgumanum, en brúðguminn var sendur kvöldið áður úr húsi og aftur í foreldrahús þar sem hann gat vaknað rólega í makindum sínum. Brúðurin vaknaði hins vegar heima kl 6:30 til að hefja sinn undirbúning. Þaðan lá leið hennar í Sunnusal í Iðnó þar sem fimm af hennar vinkonum ásamt systur hittust, borðuðu, og gerðu sig til saman. Alexandra Sif sá um förðunina og hár brúðarinnar, og skartgripirnir ásamt giftingarhringnum voru frá skartgripaversluninni By Lovísa. María var í ótrúlega góðum höndum vinkvenna og systur sem gerðu allt undirbúningsferlið svo eftirminnilegt og áhyggjulaust. Elísabet Blöndal Þegar klukkan sló 12 á hádegi mætti Steinar í Iðnó, en við ákváðum að taka brúðkaupsmyndirnar í gullfallegum Sunnusal í Iðnó fyrir athöfnina svo við gætum eytt meiri tíma með gestum okkar í fordrykknum í veislunni. Á staðnum var Gunnar Bjarki, upptökumaður, en hann kvikmyndaði allt brúðkaupið frá upphafi til enda og Elísabet Blöndal ljósmyndari sá um myndatökuna. Í sunnusalnum leit brúðguminn brúðina fyrst augum og var allt ferlið fest á filmu. Við tók síðan myndatakan sem heppnaðist ótrúlega vel. Sunnusalur bar sannarlega nafn með rentu en birtan úti sendi gullfallega sólargeisla inn í glæsilegan salinn sem setti svip sinn á allt ferlið. Um kl 14:00 mætti eldri sonur brúðgumans og stjúpsonur brúðar í Iðnó og sat fyrir í myndatöku ásamt brúðhjónum. Að myndatökunni lokinni hélt brúðgumi ásamt syni sínum sem jafnframt var hringaberinn til Hallgrímskirkju þar sem athöfnin sjálf var haldin en brúðurin var sótt í Iðnó af glæsilegri Porsche brúðarbifreið skreyttri fallegum hvítum borðum og slaufum og keyrð upp að dyrum Hallgrímskirkju. Brúðguminn steig sjálfur á svið í þrígang Athöfnin sjálf var síðan alveg einstök. Við vildum að hún yrði eins persónuleg og mögulegt væri svo við ákváðum að fara sjálf með okkar eigin heit til hvors annars sem var alveg einstaklega fallegt og eftirminnilegt móment. Brúðguminn sjálfur steig svo í tvígang á stokk og flutti tvö frumsamin lög á gítar og söng fyrir gesti athafnarinnar sem samin voru beint til brúðarinnar. Að athöfn lokinni var leiðinni haldið að Háteig, veislusal Grand Hótels í Sigtúni þar sem tekið var á móti gestum í forsal rýmisins með freyðivíni og ljúfum tónum lifandi djassbandsins Tríó Ragnars Jónssonar sem spilaði fyrir gesti á kontrabassa, píanó og saxafón. Birna Rún, leikkona og veislustjóri kvöldsins opnaði síðan veisluna og leiddi fólk inn í salinn sem skreyttur var guðdómlega af Alinu hjá Og smáatriðin. Hennar vinna við skipulag, pantanir, gerð kostnaðaráætlunar og samskipti við birgja var okkur brúðhjónum alveg ómetanleg enda sló það verulega á stressið í ferlinu öllu fyrir utan hvað salurinn var allur gullfallegur! Þriðja lagið of klúrt fyrir athöfnina Undir lok veislunnar flutti Steinar svo þriðja frumsamda lagið sem einnig var samið til Maríu, en það var ekki alveg eins rómantískt og í athöfninni heldur miklu klúrara og betur við hæfi veislu en kirkju. Þegar allar ræður og önnur atriði gesta voru afstaðin, hækkaði síðan tónlistin og inn gekk Margrét Rán, söngkona hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar GusGus á stokk og flutti lagið Higher fyrir brúðhjón og gesti sem uppskar mikinn fögnuð gesta. Þvínæst flutti hún lagið Gleðivíma sem hún gaf út og frumflutti svo eftirminnilega með Páli Óskari á Gaypride í ár, en einmitt þegar Páll Óskar kemur inn í lagið gekk hann sjálfur inn í salinn í egin persónu, tók undir með Margréti og tók svo við skemmtanahöldum með öllum helstu slögurum sínum ásamt tveim dönsurum sem reglulega sprengdu konfetti sprengjur yfir áhorfendur sem tryllti salinn! Að því loknu tók Mellý við sem DJ og spilaði fyrir dansi inn í nóttina. Brúðhjónin nýkrýndu enduðu svo kvöldið í forsestasvítu hótelsins sem var glæsileg. Við brunuðum svo daginn eftir beint á Snæfellsnesið í bústað okkar fjölskyldunnar þar sem bónorðið átti upphaflega að eiga sér stað og nutum veðurblíðunnar og fegurðarinnar í kyrrð og ró, ástfangin og hamingjusöm. Hvað voru margir gestir? Samanlagt í athöfn, veislu og partíi eftir veisluna voru þetta u.þ.b 120 manns en að veislunni lokinni bættist aðeins í hóp þeirra sem nutu tónlistaratriðanna og vínveitinga á barnum. Elísabet Blöndal Hvaðan eru fötin ykkar? Brúðguminn lét sérsauma á sig smóking jakkaföt hjá Suit up Reykjavík. Jakkafötin notaði Steinar fyrst í útskriftinni sinni úr MBA í Háskólanum í Reykjavík og lét hann sauma útskriftarárið og brúðkaups dagsetninguna inn í jakkann að innanverðu. Skyrtuna keypti hann síðan í Herragarðinum og skóna í Steinar Waage. Brúðarkjóllinn er úr hönnunarlínunni Made With Love sem fæst í Loforð og er „Haute couture“ . Fyrir þá sem ekki þekkja er það flokkur sérhannaðrar hátískuhönnunar og er sérstakur gæðastaðall á fatahönnun. Fjórir hápunktar Hvað stóð upp úr á deginum? Þegar litið er til baka eru margir hápunktar en við viljum nefna fjóra hluti. Elísabet Blöndal Fyrsti hápunkturinn er þegar eldri stjúpsonur brúðarinnar, og sonur brúðgumans, gekk með Maríu inn kirkjugólfið og rétti hönd hennar til pabba síns inni í kór Hallgrímskirkju. Það var alveg ógleymanlegt. Annar hápunktur var þegar Steinar flutti frumsamin lög til brúðarinnar fyrir gestina í Hallgrímskirkju. Þriðji var þegar María Thelma fór með heitin sín, en þau voru svo einlæg og innihéldu svo hjartnæm skilaboð til brúðgumans og sona hans beggja að það var varla þurrt auga í allri kirkjunni og erfitt fyrir brúðgumann að fylgja á eftir. Fjórði var síðan þegar Margrét Rán og Páll Óskar stigu á svið og luku skipulagðri veislu með algjörlega ógleymanlegum hætti. Stefnan sett á Grikkland Ætlið þið í brúðkaupsferð? Nú þegar þetta er skrifað sitjum við í stofunni í bústað foreldra og fjölskyldu Steinars og verðum hér í þrjá sólarhringa. Við munum svo fara í brúðkaupsferð erlendis á næsta ári og er stefnan sett á Grikkland. Var eitthvað sem kom mest á óvart? Það sem kom okkur mest á óvart var hversu fljótt dagurinn leið. Þetta er búið að vera svo langur aðdragandi, en allt frá því í byrjun sumars 2022 hefur Steinar vitað að María átti að verða eiginkona hans en María frá því í desember það sama ár. Rúmu ári síðar byrjaði síðan raunverulegur undirbúningur brúðkaupsins og svo þegar dagurinn hófst þá varð hann allt í einu svo fljótt hálfnaður. Þegar veislan var svo loks á enda þá upplifði maður hversu skamman tíma þetta tekur þegar heilt er á litið. Við nutum þó hverrar mínútu af honum sem betur fer en það verður að segjast að hversu hratt dagurinn leið kom verulega á óvart. Ráðleggja verðandi hjónum að taka sér tíma Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón? Það sem við ráðleggjum verðandi brúðhjónum er að taka sér tíma í að sjá fyrir sér daginn sinn og vera komin með hugmyndina hvaða upplifun á að skapa. Það auðveldar allar ákvarðanir sem fylgja því þá vitið þið hvort þær ákvarðanir séu í takti við þá heildarmynd sem þið eruð að reyna að skapa. Hugurinn getur oft flakkað á milli hluta sem ekki skipta stóru myndina máli og þá er alltaf hægt að fara aftur í grunninn, unnið þaðan og sleppt því sem á ekki við eða þjónar ekki tilgangi fyrir það brúðkaup sem þið viljið halda. Elísabet Blöndal Annað er að mikilvægt er að vera samkvæmur sjálfum sér við skipulagningu á stóra deginum. Við höfðum áður heyrt sögur af því að aðrir en brúðhjónin sjálf gerðu kröfur um hvernig brúðkaupið ætti að lýta út og því tókum við þá ákvörðun frá upphafi að sama hverjar kröfur annarra yrðu til dagsins, þá væru okkar hugmyndir og ákvarðanir alltaf ofar. Meðvirkni er raunveruleg tilfinning þegar brúðkaup eru rædd meðal vina og skyldmenna og þó maður vilji þóknast öllum, þá er mikilvægt að muna að þessi dagur er dagurinn ykkar og engra annarra. Það þýðir þó ekki að maður geti ekki verið opinn fyrir hugmyndum og ábendingum annarra, heldur að vinna að undirbúningnum eftir eigin bestu sannfæringu. Þannig geta brúðhjón tryggt að stóri dagurinn uppfylli allar þeirra væntingar en ekki væntingar annarra.
Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Sjá meira