„Bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 10:32 Sigmar hefur trú á Viðreisn. Alþingismaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa almennt áhyggjur af stöðu mála og vill ráðherrastól í framtíðinni. Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“ Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Hann vill sjá krónuna hverfa og aukin úrræði fyrir fíkla. Sindri Sindrason leit við hjá Simma í morgunkaffi í Íslandi í dag en hann situr á þingi fyrir Viðreisn og eru kosningar framundan strax í næsta mánuði. „Það er skrýtið þegar maður vinnur við það í tvo áratugi að passa að allir viti ekki skoðanir sínar en fara svo allt í einu að vera rosalega vókal með það. Það var alveg smá æfing,“ segir Sigmar og talið berst því næst að Viðreisn. „Við erum eini flokkurinn sem vill laga þessa endalausu kerfisvillu og losa okkur við þennan handónýta gjaldmiðil sem við erum að borga fyrir núna með háum vöxtum og verðbólgu. Það er auðvitað stórt mál sem hríslast út um allt samfélagið og skilur okkur mjög frá öðrum flokkum.“ Hann segir að ástandið í efnahagsmálum hér á landi í dag verði þess valdandi að flokknum muni vegna vel í vetur og í komandi kosningum. Hann segist vera skotinn í þeirri hugmynd að mynda stjórn í kringum miðjuna. „Það gæti þýtt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Viðreisn. Svo veit maður ekki hvernig fer og maður gæti þurft að teygja sig í aðra flokka. Ég ætla ekki að læsa mig í þessum tveimur flokkum,“ segir Sigmar en þess má geta að viðtalið við Sigmar var tekið áður en ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin og kosningar til Alþingis færu fram 30. nóvember næstkomandi. „Við erum í raun til í að vinna með öllum og ég veit að þetta er hundleiðinlegt svar en þetta er veruleikinn. Við ættum auðvitað erfitt með að vinna með Miðflokknum, Flokki Fólksins og í raun Sjálfstæðisflokknum líka, því þessir flokkar eru svo bullandi stífir í því að halda uppi þessu afneitunarhagkerfi sem við búum í.“
Ísland í dag Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira