„Við vorum bara niðurlægðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 23:36 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn og þótti leiðinlegt að liðið hafi ekki geta veitt þeim meiri skemmtun. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, upplifði sig niðurlægðan í Kaplakrika í kvöld þegar Gummersbach gjörsigraði heimamenn með nítján mörkum, 40-21. Hann telur tapið ekki marka heimsendi en segir unga leikmenn liðsins eiga mikla vinnu framundan. „Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða