Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2024 23:54 Sonja Magnúsdóttir og Guðrún Árný Karlsdóttir ræddu brottvísun hins sextán ára Oscars í Reykjavík síðdegis. Honum var vísað úr landi í dag í fylgd með föður sínum. Lögmaður hans segir föðurinn hafa afsalað sér forræði yfir honum. Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. Oscar Bocanegra, sextán ára pilti frá Kólumbíu, var vísað úr landi ásamt föður sínum í dag. Faðir piltsins afsalaði sér forsjá hans til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðirinn hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn piltinum. Engin svör við fósturforeldrisumsókn Guðrún Árný Karlsdóttir og Sonja Magnúsdóttir ræddu atburði síðasta sólarhrings í Reykjavík Síðdegis en þær eru báðar tengdar Oscari. Sonur Guðrúnar er vinur Oscars, en Oscar hefur dvalið hjá Sonju síðustu mánuði. „Svo er hann búin að vera hjá okkur frá því í maí þegar faðir hans gekk í skrokk á honum,“ segir Sonja. Í júní hafi hún sótt um leyfi til að gerast fósturforeldri Oscars en ekki fengið svör í tæka tíð. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Óeinkennisklæddir lögreglumenn sóttu Oscar inn á salerni Flensborgarskólans í gær og fluttu hann inn í úrræði ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði þar sem hann var þar til hann var keyrður upp á flugvöll. „Það eru krakkar sem verða vitni af þessu í skólanum að vinur þeirra er sóttur. Við gerum okkur enga grein fyrir því hvað þetta atvik gerir fyrir krakkana, í kring um þennan dreng líka. Þau eru öll svo hrædd. Við erum ekki að útskýra neitt nógu vel fyrir unga fólkinu okkar. Það verður einhvern veginn að gera þetta öðruvísi,“ segir Guðrún. Sonja segir vilja Oscars og fjölskyldu hennar að hún tæki hann að sér, burt séð frá því hvort fjölskyldu hans yrði vísað úr landi að auki eða ekki. Oscar á tvær systur, önnur systir hans, 19 ára, fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og gengur að sögn Sonju huldu höfði þar. Hin systir hans er tíu ára og var vísað ásamt Oscari og föður hans úr landi í dag. Í svari Ríkislögreglustjóra til fréttastofu í dag er því vísað á bug að Oscar sé ekki í forsjá föður síns. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans sagði föðurinn aftur á móti hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hafi faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Talar um Sonju sem móður sína Guðrún segir að hræðilegt hafi verið að fylgjast með samskiptum sonar hennar og Oscars síðasta sólarhringinn. „Þarna er drengur, ekki í neinu sambandi við umheiminn, nema bara í gegn um símann sinn. Sendandi vini sínum vídeó hvað allt er lokað og enginn tali við hann. Hann talar og talar um mömmu sína, sem er Sonja í þeirra spjalli,“ segir Guðrún. Þær segja piltinn skelfingu lostinn, faðir hans sé illa liðinn í Kólumbíu og þar sem þeir séu með sama ættarnafn geti hann orðið fyrir barðinu á mönnum sem faðir hans hafi lent upp á kant við. Vegna þess glími hann við sjálfsvígshugsanir. Sonja segir Barnaverndarnefnd hafa spurt Oscar hvaða áætlanir hann hefði þegar hann færi aftur til Kólumbíu á síðasta fundi hans hjá nefndinni. „Þetta er sextán ára gamalt barn, sem pabbinn er búinn að segja að hann ætli ekki að hugsa um. Og hann var spurður hvaða plön hann hefði.“ Þar hafi verið fátt um svör því hann sé í raun á götunni. „Pabbinn er búinn að segja: ég vil ekkert með hann hafa, ég mun skilja hann eftir á flugvellinum. Og við erum að senda hann með þessum manni út,“ segir Guðrún. Vísað út er hún ætlaði að kveðja Sonja og Guðrún binda vonir við að kærunefnd útlendingamála taki upp mál Oscars á ný. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Oscars, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. „Það er líka svo einkennilegt að ekkert af þessum batteríum tala saman. Það er alltaf bara eitthvað: við erum náttúrlega bara að fylgja því sem okkur ber að fylgja þar til við fáum aðrar upplýsingar. En við erum hérna með barn sem er í hættu, sem hefur verið með sjálfsvígshugsanir, sem hefur lent í ofbeldi. En samt er enginn til í að taka ábyrgð. Er þetta ekki fólkið sem á að vera að hjálpa þessum börnum?“ segir Sonja. Þá gagnrýnir Guðrún að til hafi staðið að leyfa Sonju ekki að kveðja Oscar áður en hann færi út. Sonja hafi falast eftir því að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag en það gengið illa og henni verið vísað út. Guðrún segir lögreglumann með hjartað á réttum stað síðar hafa komið á eftir henni út og leyft henni að kveðja. „Ég er rosalega þakklát þessum manni. Og ég sagði við hann, að sjálfsögðu er ég ekki að fara að koma honum [Oscari] í uppnám. Það er ekki gott fyrir hann. Ég er ekki að fara að stoppa það að hann fari. En ég vil fá að kveðja,“ segir Sonja. Hún segir málinu ekki lokið og að haldin verði veisla þegar hann snúi aftur til landsins. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Hælisleitendur Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Oscar Bocanegra, sextán ára pilti frá Kólumbíu, var vísað úr landi ásamt föður sínum í dag. Faðir piltsins afsalaði sér forsjá hans til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðirinn hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn piltinum. Engin svör við fósturforeldrisumsókn Guðrún Árný Karlsdóttir og Sonja Magnúsdóttir ræddu atburði síðasta sólarhrings í Reykjavík Síðdegis en þær eru báðar tengdar Oscari. Sonur Guðrúnar er vinur Oscars, en Oscar hefur dvalið hjá Sonju síðustu mánuði. „Svo er hann búin að vera hjá okkur frá því í maí þegar faðir hans gekk í skrokk á honum,“ segir Sonja. Í júní hafi hún sótt um leyfi til að gerast fósturforeldri Oscars en ekki fengið svör í tæka tíð. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Óeinkennisklæddir lögreglumenn sóttu Oscar inn á salerni Flensborgarskólans í gær og fluttu hann inn í úrræði ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði þar sem hann var þar til hann var keyrður upp á flugvöll. „Það eru krakkar sem verða vitni af þessu í skólanum að vinur þeirra er sóttur. Við gerum okkur enga grein fyrir því hvað þetta atvik gerir fyrir krakkana, í kring um þennan dreng líka. Þau eru öll svo hrædd. Við erum ekki að útskýra neitt nógu vel fyrir unga fólkinu okkar. Það verður einhvern veginn að gera þetta öðruvísi,“ segir Guðrún. Sonja segir vilja Oscars og fjölskyldu hennar að hún tæki hann að sér, burt séð frá því hvort fjölskyldu hans yrði vísað úr landi að auki eða ekki. Oscar á tvær systur, önnur systir hans, 19 ára, fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og gengur að sögn Sonju huldu höfði þar. Hin systir hans er tíu ára og var vísað ásamt Oscari og föður hans úr landi í dag. Í svari Ríkislögreglustjóra til fréttastofu í dag er því vísað á bug að Oscar sé ekki í forsjá föður síns. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans sagði föðurinn aftur á móti hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hafi faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Talar um Sonju sem móður sína Guðrún segir að hræðilegt hafi verið að fylgjast með samskiptum sonar hennar og Oscars síðasta sólarhringinn. „Þarna er drengur, ekki í neinu sambandi við umheiminn, nema bara í gegn um símann sinn. Sendandi vini sínum vídeó hvað allt er lokað og enginn tali við hann. Hann talar og talar um mömmu sína, sem er Sonja í þeirra spjalli,“ segir Guðrún. Þær segja piltinn skelfingu lostinn, faðir hans sé illa liðinn í Kólumbíu og þar sem þeir séu með sama ættarnafn geti hann orðið fyrir barðinu á mönnum sem faðir hans hafi lent upp á kant við. Vegna þess glími hann við sjálfsvígshugsanir. Sonja segir Barnaverndarnefnd hafa spurt Oscar hvaða áætlanir hann hefði þegar hann færi aftur til Kólumbíu á síðasta fundi hans hjá nefndinni. „Þetta er sextán ára gamalt barn, sem pabbinn er búinn að segja að hann ætli ekki að hugsa um. Og hann var spurður hvaða plön hann hefði.“ Þar hafi verið fátt um svör því hann sé í raun á götunni. „Pabbinn er búinn að segja: ég vil ekkert með hann hafa, ég mun skilja hann eftir á flugvellinum. Og við erum að senda hann með þessum manni út,“ segir Guðrún. Vísað út er hún ætlaði að kveðja Sonja og Guðrún binda vonir við að kærunefnd útlendingamála taki upp mál Oscars á ný. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Oscars, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. „Það er líka svo einkennilegt að ekkert af þessum batteríum tala saman. Það er alltaf bara eitthvað: við erum náttúrlega bara að fylgja því sem okkur ber að fylgja þar til við fáum aðrar upplýsingar. En við erum hérna með barn sem er í hættu, sem hefur verið með sjálfsvígshugsanir, sem hefur lent í ofbeldi. En samt er enginn til í að taka ábyrgð. Er þetta ekki fólkið sem á að vera að hjálpa þessum börnum?“ segir Sonja. Þá gagnrýnir Guðrún að til hafi staðið að leyfa Sonju ekki að kveðja Oscar áður en hann færi út. Sonja hafi falast eftir því að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag en það gengið illa og henni verið vísað út. Guðrún segir lögreglumann með hjartað á réttum stað síðar hafa komið á eftir henni út og leyft henni að kveðja. „Ég er rosalega þakklát þessum manni. Og ég sagði við hann, að sjálfsögðu er ég ekki að fara að koma honum [Oscari] í uppnám. Það er ekki gott fyrir hann. Ég er ekki að fara að stoppa það að hann fari. En ég vil fá að kveðja,“ segir Sonja. Hún segir málinu ekki lokið og að haldin verði veisla þegar hann snúi aftur til landsins. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Fréttin hefur verið uppfærð.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Flóttafólk á Íslandi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Hælisleitendur Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira