Þorsteinn Leó: Ég sá að stúkan var hálf blá Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. október 2024 21:41 Þorsteinn Leó Gunnarsson í hrömmum Alexanders Peterssonar. vísir/Anton Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Porto, bjóst ekki við að lið hans myndi missa dampinn eftir góðan fyrri hálfleik, en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik gegn Val. Valsmenn komu þó til baka og lauk leiknum með jafntefli, 27-27, og deildu liðin stigunum á milli sín í þessari annarri umferð Evrópudeildarinnar. Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“ Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða