Sköpum gönguvæna borg Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. október 2024 19:01 Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. Nú er loksins komið að gangandi vegfarendum. Það er ánægjulegt að öll borgarstjórn standi að baki þessu máli. Ég hef sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs, samhliða því að halda fullum dampi í okkar grænu borgarþróun, lagt áherslu á gott samstarf flokka á milli. Á síðasta kjörtímabili var mikið um deilur, núning og pólariseringu þegar kemur að skipulags- og samgöngumálunum en ég held að það sé lítil eftirspurn eftir slíku hjá almenningi. Sérfræðingar í grænni borgarþróun í stórborgum erlendis leggja áherslu á að sátt sem flestra um vegferðina sé lykilatriði þegar kemur að því að ná árangri. Skotgrafahernaðurinn hefur sem betur fer fengið að víkja að mestu og það er dýrmætt. 18% ferða eru farnar fótgangandi sem er þó nokkuð en sýnir líka þau miklu tækfæri sem í fararmátanum felast. Til samanburðar eru hjólandi 7-8% ferða, en voru 2% þegar fyrsta hjólreiðaáætlunin var samþykkt 2010. Fjárfesting í innviðum og aukin áhersla skilar sér í breyttri hegðun. Aðgengi gangandi skiptir okkur miklu máli. Við höfum unnið markvisst að því að fjölga göngusvæðum í borginni og stækka þau. Nú er Hlemmur orðinn bíllaus og Austurstrætið varð heildstæð göngugata í sumar. Við erum að þétta byggð til að tryggja aðgengi að verslunum og þjónustu og stytta vegalengdir sem fólk þarf að fara. Það styður líka við gangandi umferð. Við erum að vinna ástandsmat á gangstéttum til að geta ráðist í heildstætt viðhaldsátak og við vitum að þörfin er brýn. Skipulag gatnamóta og ljósastýring þeirra hafa oft verið til umfjöllunar í þessu samhengi, sem og gönguþveranir. Breidd gatna og áhrif þeirra á hraða, breidd gangstétta og skipulag göturýmis. Við höfum verið að lækka hraða í borginni en nú er komið að því að ná niður raunhraðanum og þar skiptir mestu hvernig borgarumhverfið er hannað. Við þurfum að hafa gangandi í enn meiri forgangi í vor- og vetrarþjónustu og halda áfram með okkar vinnu við að auka öryggi og aðgengi gangandi á framkvæmdasvæðum. Sérstakt áhersluatriði vinnunar verða öruggar og greiðar leiðir barna í skóla og tómstundir. Eftirfarandi er viðeigandi tilvitnun frá Tim Gill sem hefur gefið sig að málefnum barna og borgarhönnun út frá þörfum og velferð barna, en þessa tilvitnun heyrði ég í góðum fyrirlestri nýverið: ,,Sign of a healthy habitat is children out and about with and without parents”. Börn fá frekar að ferðast um án foreldra sinna ef borgin er vel skipulögð út frá þeirra þörfum, út frá þörfum gangandi og til að styðja við þeirra öryggi og aðgengi. Góð og örugg borg fyrir börn er góð og örugg borg fyrir okkur hin. Á Umferðarþingi Samgöngustofu sem haldið var um daginn voru sýnd viðtöl við nokkur börn og umferðin rædd. Þau sögðust öll vera hrædd við að ganga yfir götu og það stakk í hjartað. Við þurfum að gera það sem við getum til að láta þeim líða betur við sín daglegu ferðalög. En hvað þarf svo til þess að foreldrar treysti borgarumhverfinu fyrir börnunum sínum? Það snýst ekki bara um öryggi í sjálfu sér heldur líka öryggistilfinningu. En hún snýr að aðgengi og vellíðan. Öryggistilfinning stuðlar að notkun fararmátans. Þegar áhersla var lögð á að fjölga konum sem hjóla kom upp úr rannsóknum að uppbygging aðskilinna hjólastíga myndi auka þeirra öryggistilfinningu, og meðal annars þess vegna er svo rík áhersla á uppbyggingu þeirra í borginni. Það er mjög þreytandi fyrir okkur foreldra að vera stöðugt hrædd um börnin okkar hvort sem við eigum lítil börn þar sem ekkert má út af bregða þegar hraðskreiðir bílar eru við hvert fótmál eða foreldri eldri barna sem koma sér sjálf á milli staða. Mig langar mjög til þess að skapa borg þar sem foreldrar geta verið aðeins slakari. Þar sem börn þurfa ekki að vera svona hrædd á ferð sinni um borgina. Þar sem rýmin gera ráð fyrir börnunum. Þar sem meiri áhersla er á að bílarnir vari sig á börnunum en að börnin þurfi stanslaust að vara sig á þeim. Þar sem öryggi barna er ekki háð getu þeirra til að lesa í umhverfi sitt. Þar sem hraðinn eru nógu lágur til að yfirsýn ökumanna aukist og þannig að viðbragðstíminn lengist. Þar sem loftið er hreint. Þar sem nóg er af grænu og vænu. Það er góð og örugg borg fyrir börn. Og góð og örugg borg fyrir okkur hin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Borgarstjórn Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. Nú er loksins komið að gangandi vegfarendum. Það er ánægjulegt að öll borgarstjórn standi að baki þessu máli. Ég hef sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs, samhliða því að halda fullum dampi í okkar grænu borgarþróun, lagt áherslu á gott samstarf flokka á milli. Á síðasta kjörtímabili var mikið um deilur, núning og pólariseringu þegar kemur að skipulags- og samgöngumálunum en ég held að það sé lítil eftirspurn eftir slíku hjá almenningi. Sérfræðingar í grænni borgarþróun í stórborgum erlendis leggja áherslu á að sátt sem flestra um vegferðina sé lykilatriði þegar kemur að því að ná árangri. Skotgrafahernaðurinn hefur sem betur fer fengið að víkja að mestu og það er dýrmætt. 18% ferða eru farnar fótgangandi sem er þó nokkuð en sýnir líka þau miklu tækfæri sem í fararmátanum felast. Til samanburðar eru hjólandi 7-8% ferða, en voru 2% þegar fyrsta hjólreiðaáætlunin var samþykkt 2010. Fjárfesting í innviðum og aukin áhersla skilar sér í breyttri hegðun. Aðgengi gangandi skiptir okkur miklu máli. Við höfum unnið markvisst að því að fjölga göngusvæðum í borginni og stækka þau. Nú er Hlemmur orðinn bíllaus og Austurstrætið varð heildstæð göngugata í sumar. Við erum að þétta byggð til að tryggja aðgengi að verslunum og þjónustu og stytta vegalengdir sem fólk þarf að fara. Það styður líka við gangandi umferð. Við erum að vinna ástandsmat á gangstéttum til að geta ráðist í heildstætt viðhaldsátak og við vitum að þörfin er brýn. Skipulag gatnamóta og ljósastýring þeirra hafa oft verið til umfjöllunar í þessu samhengi, sem og gönguþveranir. Breidd gatna og áhrif þeirra á hraða, breidd gangstétta og skipulag göturýmis. Við höfum verið að lækka hraða í borginni en nú er komið að því að ná niður raunhraðanum og þar skiptir mestu hvernig borgarumhverfið er hannað. Við þurfum að hafa gangandi í enn meiri forgangi í vor- og vetrarþjónustu og halda áfram með okkar vinnu við að auka öryggi og aðgengi gangandi á framkvæmdasvæðum. Sérstakt áhersluatriði vinnunar verða öruggar og greiðar leiðir barna í skóla og tómstundir. Eftirfarandi er viðeigandi tilvitnun frá Tim Gill sem hefur gefið sig að málefnum barna og borgarhönnun út frá þörfum og velferð barna, en þessa tilvitnun heyrði ég í góðum fyrirlestri nýverið: ,,Sign of a healthy habitat is children out and about with and without parents”. Börn fá frekar að ferðast um án foreldra sinna ef borgin er vel skipulögð út frá þeirra þörfum, út frá þörfum gangandi og til að styðja við þeirra öryggi og aðgengi. Góð og örugg borg fyrir börn er góð og örugg borg fyrir okkur hin. Á Umferðarþingi Samgöngustofu sem haldið var um daginn voru sýnd viðtöl við nokkur börn og umferðin rædd. Þau sögðust öll vera hrædd við að ganga yfir götu og það stakk í hjartað. Við þurfum að gera það sem við getum til að láta þeim líða betur við sín daglegu ferðalög. En hvað þarf svo til þess að foreldrar treysti borgarumhverfinu fyrir börnunum sínum? Það snýst ekki bara um öryggi í sjálfu sér heldur líka öryggistilfinningu. En hún snýr að aðgengi og vellíðan. Öryggistilfinning stuðlar að notkun fararmátans. Þegar áhersla var lögð á að fjölga konum sem hjóla kom upp úr rannsóknum að uppbygging aðskilinna hjólastíga myndi auka þeirra öryggistilfinningu, og meðal annars þess vegna er svo rík áhersla á uppbyggingu þeirra í borginni. Það er mjög þreytandi fyrir okkur foreldra að vera stöðugt hrædd um börnin okkar hvort sem við eigum lítil börn þar sem ekkert má út af bregða þegar hraðskreiðir bílar eru við hvert fótmál eða foreldri eldri barna sem koma sér sjálf á milli staða. Mig langar mjög til þess að skapa borg þar sem foreldrar geta verið aðeins slakari. Þar sem börn þurfa ekki að vera svona hrædd á ferð sinni um borgina. Þar sem rýmin gera ráð fyrir börnunum. Þar sem meiri áhersla er á að bílarnir vari sig á börnunum en að börnin þurfi stanslaust að vara sig á þeim. Þar sem öryggi barna er ekki háð getu þeirra til að lesa í umhverfi sitt. Þar sem hraðinn eru nógu lágur til að yfirsýn ökumanna aukist og þannig að viðbragðstíminn lengist. Þar sem loftið er hreint. Þar sem nóg er af grænu og vænu. Það er góð og örugg borg fyrir börn. Og góð og örugg borg fyrir okkur hin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar