Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 08:31 Íslenska landsliðið er vel sett með markverði. vísir/anton/getty Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira
Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Sjá meira