Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 08:31 Íslenska landsliðið er vel sett með markverði. vísir/anton/getty Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Cecilía lék síðast með landsliðinu gegn Austurríki í júlí í fyrra. Hún missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné en er komin aftur á ferðina og hefur byrjað lánsdvöl sína hjá Inter á Ítalíu vel. Cecilíu þyrstir í að spila aftur með íslenska landsliðinu en framundan hjá því eru tveir vináttuleikir gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. „Auðvitað, það er alltaf stolt sem fylgir því að spila fyrir íslenska landsliðið og það er alltaf eitthvað sérstakt. Vonandi fær maður tækifæri í þessum tveimur leikjum,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Eftir að Sandra Sigurðardóttir hætti vorið 2023 spilaði Telma Ívarsdóttir næstu landsleiki. Fanney Inga Birkisdóttir stökk svo eftirminnilega fram á sjónarsviðið í sigrinum gegn Dönum ytra og virðist vera markvörður númer eitt eins og sakir standa. Cecilía segist vera tilbúin í samkeppnina við þær Fanneyju og Telmu. Erfitt að horfa á í sjónvarpinu „Telma spilaði ótrúlega vel þegar hún fékk tækifærið og svo greip Fanney það líka þegar hún fékk það. Það er ekki gaman að horfa á landsliðið spila í sjónvarpinu en gaman að sjá hversu vel þær stóðu sig. Ég er spennt að fara inn í þessa samkeppni og reyna að grípa mitt tækifæri,“ sagði Cecilía. „Stór ástæða þess að ég vildi fara á lán var út af Evrópumótinu næsta sumar. Mér finnst mikilvægt að ég fari að spila og ef ég stend mig vel verður vonandi tekið eftir því. Ég hugsað svo að ég hefði líka tekið þessa ákvörðun þótt EM væri ekki næsta sumar en það er auka bónus að fara núna til að spila til að eiga meiri möguleika á að komast í hóp og vonandi að spila.“ Cecilía segir íslenska liðið ætla að gera sig gildandi á EM á næsta ári og gera betur en á síðasta móti, fyrir tveimur árum. „Við vorum taplausar á síðasta Evrópumóti og það var ótrúlega svekkjandi að fara ekki upp úr riðlinum. Auðvitað viljum við gera það núna. Ég held að með liðið okkar og einstaklingana sem við erum með og það sem þeir eru að gera núna úti í heimi getum við náð eins langt og við viljum,“ sagði Cecilía að lokum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira