Um 200 tilkynningar um tjón vegna rafmagnsleysis Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 15:14 Áhrifasvæði rafmagnstruflunar 2. október 2024 Rarik Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Vöku Helgadóttur, sérfræðingur á sviði samskipta og samfélags varða tilkynningarnar bilun á ýmsum raftækjum eins og sjónvörpum, ísskápum og jafnvel dælur fyrir gólfhita. Hún segir tilkynningarnar enn vera að berast. „Við báðum fólk að gefa þessu góðan tíma. Þannig þetta er að mjatlast inn hægt og rólega á meðan fólk er að meta.“ Í tilkynningu frá Rarik eftir að bilunin var löguð kom fram að rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í dreifikerfi Rarik varð á svæðinu frá aðveitustöð á Glerárskógum á Vesturlandi, á öllu Norðurlandi og á Austurlandi til og með aðveitustöðvar þeirra á Eyvindará á Egilsstöðum. Þá leysti einnig út útgangur frá aðveitustöð á Höfn sem fæðir Suðursveitina. Í tilkynningu frá fulltrúum sveitastjórnar Þingeyjarsveitar í dag kom fram að þau hefðu fundað með Rarik vegna bilunarinnar. Mikið tjón hafi orðið í Mývatnssveit. Út fyrir öll mörk Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit kom fram að augnabliksgildi spennu og tíðni fóru út fyrir öll mörk og að það hefði hæglega getað valið tjóni á raftækjum og öðrum búnaði. Í tilkynningu Þingeyjarsveitar kom jafnframt fram að á fundi með Rarik hafði verið ákveðið að endurskoða og samræma varnarprinsipp í aðveitustöðinni í Reykjahlíð, bæði á 11 kV Landsnetsrofa sem er staðsettur í Kröflu og á innkomandi rofa Rarik með það að markmiði að minnka áhrif á viðskiptavini Rarik þegar svona sveiflur ganga yfir landskerfið. Þá þurfi einnig að endurskoða stillingar á spennuvörnum í öðrum aðveitustöðvum á þessu svæði. Norðurausturhornið virðist vera viðkvæmasti hluti landskerfisins. Enn er hægt að tilkynna tjón til RARIK en leiðbeiningar um það er að finna hér. Tryggingafélag Landsnets, Sjóvá, gerir upp það tjón sem kemur til uppgjörs. Orkumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24 Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Vöku Helgadóttur, sérfræðingur á sviði samskipta og samfélags varða tilkynningarnar bilun á ýmsum raftækjum eins og sjónvörpum, ísskápum og jafnvel dælur fyrir gólfhita. Hún segir tilkynningarnar enn vera að berast. „Við báðum fólk að gefa þessu góðan tíma. Þannig þetta er að mjatlast inn hægt og rólega á meðan fólk er að meta.“ Í tilkynningu frá Rarik eftir að bilunin var löguð kom fram að rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í dreifikerfi Rarik varð á svæðinu frá aðveitustöð á Glerárskógum á Vesturlandi, á öllu Norðurlandi og á Austurlandi til og með aðveitustöðvar þeirra á Eyvindará á Egilsstöðum. Þá leysti einnig út útgangur frá aðveitustöð á Höfn sem fæðir Suðursveitina. Í tilkynningu frá fulltrúum sveitastjórnar Þingeyjarsveitar í dag kom fram að þau hefðu fundað með Rarik vegna bilunarinnar. Mikið tjón hafi orðið í Mývatnssveit. Út fyrir öll mörk Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit kom fram að augnabliksgildi spennu og tíðni fóru út fyrir öll mörk og að það hefði hæglega getað valið tjóni á raftækjum og öðrum búnaði. Í tilkynningu Þingeyjarsveitar kom jafnframt fram að á fundi með Rarik hafði verið ákveðið að endurskoða og samræma varnarprinsipp í aðveitustöðinni í Reykjahlíð, bæði á 11 kV Landsnetsrofa sem er staðsettur í Kröflu og á innkomandi rofa Rarik með það að markmiði að minnka áhrif á viðskiptavini Rarik þegar svona sveiflur ganga yfir landskerfið. Þá þurfi einnig að endurskoða stillingar á spennuvörnum í öðrum aðveitustöðvum á þessu svæði. Norðurausturhornið virðist vera viðkvæmasti hluti landskerfisins. Enn er hægt að tilkynna tjón til RARIK en leiðbeiningar um það er að finna hér. Tryggingafélag Landsnets, Sjóvá, gerir upp það tjón sem kemur til uppgjörs.
Orkumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24 Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31
Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24
Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11
Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05