Vörn Keflavíkur gerir Pavel brjálaðan: „Konan mín þurfti að halda mér niðri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 13:30 Pavel Ermolinskij ber alls konar tilfinningar til liðs Keflavíkur. stöð 2 sport Pavel Ermolinskij hrífst af liði Keflavíkur í Bónus deild karla. Keflvíkingar geta þó líka gert hann gráhærðan með tilburðum sínum í vörninni. Pavel ræddi um Keflavík í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflavík tapaði fyrir Hetti, 120-115, í framlengdum leik í Bónus deildinni á fimmtudaginn. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska í leiknum og Pavel var orðinn verulega pirraður á að horfa á hann. „Ég á í mjög flóknu sambandi við Keflvíkinga. Það er ekkert lið sem ég hef jafn mikinn áhuga á og Keflavík. Það er svo margt þarna sem ég held með, trúi og er kominn á stað að það sé málið,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á sunnudaginn. „En svo eru hlutir þarna. Ég var að horfa á þennan leik og konan mín þurfti að halda mér niðri svo ég myndi ekki kasta sjónvarpinu í vegginn. Við erum að tala um þá sem einhverja Íslandsmeistarakandítata og þá eru bara ákveðnir hlutir sem eru ekki í boði,“ sagði Pavel ennfremur undir myndbrotum af slæmum varnarleik Keflavíkur gegn Hetti. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um vörn Keflavíkur Pavel benti á að vörn Keflvíkinga hefði ekki verið slæm allan leikinn en þegar hún hafi verið slæm hafi hún vart verið boðleg. „Þeim til varnar voru þeir búnir að spila fínan varnarleik framan af leik en 4. leikhlutinn og framlengingin voru galið lélegt,“ sagði Pavel. „Það er mjög erfitt fyrir mig að sitja hérna núna og tala um Keflavík sem Íslandsmeistarakandítata og tala þá upp, sem mig langar að gera, þegar ég horfi upp á þetta.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Rifjuðu upp tónlistarfortíð Helga Magg: „Ég skammast mín núll fyrir Sveitta“ Helgi Már Magnússon er vel þekktur fyrir afrek sín á körfuboltasviðinu. Færri vita þó um fortíð hans í tónlistarbransanum. Hún var rifjuð upp í Bónus Körfuboltakvöldi. 15. október 2024 11:31 Körfuboltakvöld: Tilþrif 2. umferðar Að venju var farið yfir tíu bestu tilþrif umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi. 14. október 2024 23:33 Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Það er alltaf mikið happadrætti að velja sér erlenda leikmenn í köfuboltanum en KR-goðsögn er á því að þeir hafi fengið vinninginn í haust. 14. október 2024 12:02 Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. 14. október 2024 09:02 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Keflavík tapaði fyrir Hetti, 120-115, í framlengdum leik í Bónus deildinni á fimmtudaginn. Varnarleikur Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska í leiknum og Pavel var orðinn verulega pirraður á að horfa á hann. „Ég á í mjög flóknu sambandi við Keflvíkinga. Það er ekkert lið sem ég hef jafn mikinn áhuga á og Keflavík. Það er svo margt þarna sem ég held með, trúi og er kominn á stað að það sé málið,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á sunnudaginn. „En svo eru hlutir þarna. Ég var að horfa á þennan leik og konan mín þurfti að halda mér niðri svo ég myndi ekki kasta sjónvarpinu í vegginn. Við erum að tala um þá sem einhverja Íslandsmeistarakandítata og þá eru bara ákveðnir hlutir sem eru ekki í boði,“ sagði Pavel ennfremur undir myndbrotum af slæmum varnarleik Keflavíkur gegn Hetti. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um vörn Keflavíkur Pavel benti á að vörn Keflvíkinga hefði ekki verið slæm allan leikinn en þegar hún hafi verið slæm hafi hún vart verið boðleg. „Þeim til varnar voru þeir búnir að spila fínan varnarleik framan af leik en 4. leikhlutinn og framlengingin voru galið lélegt,“ sagði Pavel. „Það er mjög erfitt fyrir mig að sitja hérna núna og tala um Keflavík sem Íslandsmeistarakandítata og tala þá upp, sem mig langar að gera, þegar ég horfi upp á þetta.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Rifjuðu upp tónlistarfortíð Helga Magg: „Ég skammast mín núll fyrir Sveitta“ Helgi Már Magnússon er vel þekktur fyrir afrek sín á körfuboltasviðinu. Færri vita þó um fortíð hans í tónlistarbransanum. Hún var rifjuð upp í Bónus Körfuboltakvöldi. 15. október 2024 11:31 Körfuboltakvöld: Tilþrif 2. umferðar Að venju var farið yfir tíu bestu tilþrif umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi. 14. október 2024 23:33 Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Það er alltaf mikið happadrætti að velja sér erlenda leikmenn í köfuboltanum en KR-goðsögn er á því að þeir hafi fengið vinninginn í haust. 14. október 2024 12:02 Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. 14. október 2024 09:02 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Rifjuðu upp tónlistarfortíð Helga Magg: „Ég skammast mín núll fyrir Sveitta“ Helgi Már Magnússon er vel þekktur fyrir afrek sín á körfuboltasviðinu. Færri vita þó um fortíð hans í tónlistarbransanum. Hún var rifjuð upp í Bónus Körfuboltakvöldi. 15. október 2024 11:31
Körfuboltakvöld: Tilþrif 2. umferðar Að venju var farið yfir tíu bestu tilþrif umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi. 14. október 2024 23:33
Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Það er alltaf mikið happadrætti að velja sér erlenda leikmenn í köfuboltanum en KR-goðsögn er á því að þeir hafi fengið vinninginn í haust. 14. október 2024 12:02
Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. 14. október 2024 09:02