„Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 15:17 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, er á heimavelli í kvöld en leikurinn fer samt ekki fram í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum á heimavelli í kvöld en leikurinn fer þó ekki fram á Hlíðarenda heldur í Hafnarfirði. Valsmenn mæta Porto í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Kaplakrika þar sem FH-ingar mæta síðan þýska liðinu Gummersbach strax á eftir. Liðin sameinuðust um að búa til Evróputvennu. „Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir. 95 ára afmæli hjá FH og frábært hjá þessum tveimur stórum klúbbum að sameinast um þetta,“ sagði Óskar Bjarni í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Fyrir handboltasamfélagið og íslenskt íþróttalíf að geta mætt og fengið tvo alvöru leiki. Þetta er ekki bara handbolti heldur er þetta að verða alvöru viðburður. Alvöru veisla. Það eru skemmtiatriði, alvöru VIP og það er greining á andstæðingunum,“ sagði Óskar. „Svo fáum við Íslendingana. Þorstein Leó (Gunnarsson, Porto) og Elliða (Viðarsson, Gummersbach). Teitur (Örn Einarsson, Gummersbach) er því miður ekki ekki með. Svo er Guðjón Valur [Sigurðsson, þjálfari Gummerbach] einn okkar dáðasti íþróttamaður. Hann stefnir í að vera einn af okkar betri þjálfurum og hann er frábær þjálfari,“ sagði Óskar. „Við Valsmenn erum stoltir að fá að mæta Þorsteini Leó því mér finnst hann vera búinn að spila vel í Porto. Hann er með góðan þjálfara og portúgalskur handbolti er frábær. Við erum mjög spenntir,“ sagði Óskar Hann fór yfir mótherja kvöldsins sem eru meðal annars með stóra og þunga línumenn auk þess að vera duglegir að spila sjö á móti sex. „Þetta eru góðir handboltamenn sem er mjög gaman að horfa á. Svo færðu Gummersbach og FH á eftir. Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum það skemmtilegasta sem þú færð,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Porto hefst klukkan 18.15 en klukkan 20.30 byrjar síðan leikur FH og Gummersbach. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna fyrir heimaleik á móti Porto Valur Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Valsmenn mæta Porto í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Kaplakrika þar sem FH-ingar mæta síðan þýska liðinu Gummersbach strax á eftir. Liðin sameinuðust um að búa til Evróputvennu. „Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir. 95 ára afmæli hjá FH og frábært hjá þessum tveimur stórum klúbbum að sameinast um þetta,“ sagði Óskar Bjarni í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Fyrir handboltasamfélagið og íslenskt íþróttalíf að geta mætt og fengið tvo alvöru leiki. Þetta er ekki bara handbolti heldur er þetta að verða alvöru viðburður. Alvöru veisla. Það eru skemmtiatriði, alvöru VIP og það er greining á andstæðingunum,“ sagði Óskar. „Svo fáum við Íslendingana. Þorstein Leó (Gunnarsson, Porto) og Elliða (Viðarsson, Gummersbach). Teitur (Örn Einarsson, Gummersbach) er því miður ekki ekki með. Svo er Guðjón Valur [Sigurðsson, þjálfari Gummerbach] einn okkar dáðasti íþróttamaður. Hann stefnir í að vera einn af okkar betri þjálfurum og hann er frábær þjálfari,“ sagði Óskar. „Við Valsmenn erum stoltir að fá að mæta Þorsteini Leó því mér finnst hann vera búinn að spila vel í Porto. Hann er með góðan þjálfara og portúgalskur handbolti er frábær. Við erum mjög spenntir,“ sagði Óskar Hann fór yfir mótherja kvöldsins sem eru meðal annars með stóra og þunga línumenn auk þess að vera duglegir að spila sjö á móti sex. „Þetta eru góðir handboltamenn sem er mjög gaman að horfa á. Svo færðu Gummersbach og FH á eftir. Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum það skemmtilegasta sem þú færð,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Porto hefst klukkan 18.15 en klukkan 20.30 byrjar síðan leikur FH og Gummersbach. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna fyrir heimaleik á móti Porto
Valur Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn