Leggur upp í leit að lífvænlegum aðstæðum á Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 12:02 Teikning af Europa Clipper við Evrópu með Júpíter í baksýn. Rauðleitar rákir rista yfirborð tunglsins. Liturinn er talinn stafa af söltum úr hafinu fyrir neðan ísskorpuna. AP/NASA/JPL-Caltech Fyrsti könnunarleiðangurinn til ístunglsins Evrópu gæti hafist í dag með geimskoti bandaríska geimfarsins Europa Clipper. Evrópa þykir einn mest spennandi hnöttur sólkerfisins því neðanjarðarhaf er talið að finna undir ísilögðu yfirborðinu. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA stefnir á að skjóta Europa Clipper á loft með Falcon Heavy-eldflaug SpaceX frá Kennedy-geimmiðstöðinni á Canevaral-höfða á Flórída klukkan 16:06 að íslenskum tíma í dag. Vefmiðilinn Space.com segir mögulegan skottíma í dag aðeins fimmtán sekúndur en góðar líkur séu á hagstæðu veðri þá. Skotgluggi leiðangursins er til 6. nóvember. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan ef af því verður í dag. Áfangastaður geimfarins er Evrópa, fjórða stærsta tungl Júpíter. Til þess að komast þangað þarf Clipper að ferðast 2,9 milljarða kílómetra langa leið sem hlykkjast um sólkerfið. Það flýgur fram hjá Mars og jörðinni og nýtir sér þyngdarkraft þeirra til þess að slöngva sér áfram út til Júpíters. Ferðalagið á að taka um fimm og hálft ár. Clipper-geimfarið á að vera komið á braut um gasrisann árið 2030. Þó að önnur geimför sem hafa verið send til og fram hjá Júpíter hafi áður kannað Evrópu er Clipper fyrsta geimfarið sem er sent sérstaklega til að rannsaka ístunglið. Geimfarið að fljúga 49 sinnum rétt fram hjá tunglinu á þremur árum og mun nær en nokkurt annað geimfar hefur gert. Þegar Clipper verður sem næst Evrópu verður farið í aðeins um tuttugu og fimm kílómetra hæð yfir svellinu á yfirborðinu. Europa Clipper ofan á Falcon Heavy-eldflauginni á skotpalli í Flórída sunnudaginn 13. október 2024.NASA Ein besta vonin um lífvænlegar aðstæður í sólkerfinu Evrópa hefur lengi fangað ímyndunarafl vísindamanna. Talið er að undir ísskorpunni sé að finna víðáttumikið haf fljótandi saltvatns. Sterkir flóðkraftar Júpíters sem verka á innyfli Evrópu eru taldir mynda nógu mikinn hita til þess að vatn geti verið á fljótandi formi þrátt fyrir annars naprar aðstæður í ytra sólkerfinu. Fljótandi vatn er talin grundvallarforsenda lífs. Vaxandi þekking manna á lífverum við neðansjávarstrýtur á hafsbotni á jörðinni þar sem sólarljóss nýtur ekki við kveikti þá hugmynd í kolli vísindamanna að á Evrópu gæti líf mögulega hafa kviknað við sambærilegar aðstæður. „Ef við finnum líf svona langt frá sólinni gæfi það til kynna að það ætti sér annan uppruna en á jörðinni. Það hefur gríðarlega þýðingu því ef það gerðist tvisvar í sólkerfinu okkar gæti það þýtt að líf sé virkilega algengt,“ segir Mark Fox-Powell, reikistjörnuörverufræðingur við Opna háskólann í Bretlandi við breska ríkisútvarpið BBC. Verkfræðingar NASA snúa Europa Clipper-geimfarinu til að undirbúa það fyrir geimskot í Kennedy-geimmiðstöðinni í maí.NASA/Kim Shiflett Bonnie Buratti, reikistjörnufræðingur við JPL-tilraunastofu NASA og einn aðalvísindamanna Clipper-leiðangursins, leggur þó áherslu á að markmið geimfarsins sé ekki að leita að lífi heldur lífvænlegum aðstæðum. „Það eru mjög sterkar vísbendingar um að innihaldsefni lífs séu til staðar á Evrópu en við verðum að fara þangað til þess að komast að því,“ segir Buratti við Reuters-fréttastofuna. Kannar þykkt skorpunnar og efnasamsetninguna Clipper er sólarknúið og stærsta geimfar sem NASA hefur nokkru sinni byggt til þess að rannsaka aðra hnetti í sólkerfinu. Farið er rúmlega þrjátíu metra langt, sautján metra breitt og vegur um sex tonn. Þar vega þungt sólarsellurnar sem búa til orku til að knýja níu mælitæki um borð. Þrjú meginmarkmið Europa Clipper eru að mæla þykkt ísskorpu Evrópu og hvernig hún verkar við hafið undir henni, kanna efnasamsetningu tunglsins og jarðfræði þess. Talið er að ísskorpan sé á bilinu fimmtán til tuttugu og fimm kílómetra þykk. Hafið fyrir neðan hana er áætlað allt frá sextíu til 150 kílómetra djúpt. Þannig gæti verið allt að tvöfalt meira fljótandi vatn undir yfirborði Evrópu en í öllum höfum jarðar samtals. Gæti örverulíf hafa kviknað í víðáttumiklu neðanjarðarhafi undir ísilögðu yfirborði Evrópu? Evrópa er á stærð við tunglið okkar og er eitt fjögurra svonefndra Galíleó-tungla Júpíters.NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Vísbendingar hafa fundist um að frá yfirborði Evrópu gjósi vatnsstrókar. MASPEX-mælitækið um borð í Clipper er ætlað að greina vatnsgufu og gas í nágrenni Evrópu til þess að freista þess að finna lífræn efnasambönd sem gætu verið næring fyrir mögulegt neðansjávarörverulíf. Einnig vakir fyrir NASA að finna álitlega lendingarstaði á yfirborði Evrópu fyrir frekari könnunarleiðangra þangað í framtíðinni. Fleiri vatnaveraldir í sólkerfinu Evrópa er ekki eina vatnaveröldin í sólkerfinu okkar. Talið er að neðanjarðarhöf sé að finna á bæði Ganýmedesi og Kallistó, stærstu tunglum Júpíters. Mun dýpra er talið niður á þau en á Evrópu. Þá er Enkeladus, ístungl Satúrnusar, þekkt fyrir ísgíga sem þeyta vatnssameindum út í geim, líklega frá neðanjarðarhafi. Einnig er talið mögulegt að slíkt haf sé að finna á Trítoni, stærsta tungli Neptúnusar. Þangað hefur þó ekkert geimfar farið frá því að Voyager 2 flaug fram hjá í ágúst árið 1989 og engin áform eru um frekari ferðir þangað í fyrirsjáanlegri framtíð. Geimurinn Vísindi Tækni Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Lykilhráefni lífs í neðanjarðarhafi tungls Satúrnusar Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra. 15. júní 2023 20:02 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Facebook og Instagram liggja víða niðri Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA stefnir á að skjóta Europa Clipper á loft með Falcon Heavy-eldflaug SpaceX frá Kennedy-geimmiðstöðinni á Canevaral-höfða á Flórída klukkan 16:06 að íslenskum tíma í dag. Vefmiðilinn Space.com segir mögulegan skottíma í dag aðeins fimmtán sekúndur en góðar líkur séu á hagstæðu veðri þá. Skotgluggi leiðangursins er til 6. nóvember. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan ef af því verður í dag. Áfangastaður geimfarins er Evrópa, fjórða stærsta tungl Júpíter. Til þess að komast þangað þarf Clipper að ferðast 2,9 milljarða kílómetra langa leið sem hlykkjast um sólkerfið. Það flýgur fram hjá Mars og jörðinni og nýtir sér þyngdarkraft þeirra til þess að slöngva sér áfram út til Júpíters. Ferðalagið á að taka um fimm og hálft ár. Clipper-geimfarið á að vera komið á braut um gasrisann árið 2030. Þó að önnur geimför sem hafa verið send til og fram hjá Júpíter hafi áður kannað Evrópu er Clipper fyrsta geimfarið sem er sent sérstaklega til að rannsaka ístunglið. Geimfarið að fljúga 49 sinnum rétt fram hjá tunglinu á þremur árum og mun nær en nokkurt annað geimfar hefur gert. Þegar Clipper verður sem næst Evrópu verður farið í aðeins um tuttugu og fimm kílómetra hæð yfir svellinu á yfirborðinu. Europa Clipper ofan á Falcon Heavy-eldflauginni á skotpalli í Flórída sunnudaginn 13. október 2024.NASA Ein besta vonin um lífvænlegar aðstæður í sólkerfinu Evrópa hefur lengi fangað ímyndunarafl vísindamanna. Talið er að undir ísskorpunni sé að finna víðáttumikið haf fljótandi saltvatns. Sterkir flóðkraftar Júpíters sem verka á innyfli Evrópu eru taldir mynda nógu mikinn hita til þess að vatn geti verið á fljótandi formi þrátt fyrir annars naprar aðstæður í ytra sólkerfinu. Fljótandi vatn er talin grundvallarforsenda lífs. Vaxandi þekking manna á lífverum við neðansjávarstrýtur á hafsbotni á jörðinni þar sem sólarljóss nýtur ekki við kveikti þá hugmynd í kolli vísindamanna að á Evrópu gæti líf mögulega hafa kviknað við sambærilegar aðstæður. „Ef við finnum líf svona langt frá sólinni gæfi það til kynna að það ætti sér annan uppruna en á jörðinni. Það hefur gríðarlega þýðingu því ef það gerðist tvisvar í sólkerfinu okkar gæti það þýtt að líf sé virkilega algengt,“ segir Mark Fox-Powell, reikistjörnuörverufræðingur við Opna háskólann í Bretlandi við breska ríkisútvarpið BBC. Verkfræðingar NASA snúa Europa Clipper-geimfarinu til að undirbúa það fyrir geimskot í Kennedy-geimmiðstöðinni í maí.NASA/Kim Shiflett Bonnie Buratti, reikistjörnufræðingur við JPL-tilraunastofu NASA og einn aðalvísindamanna Clipper-leiðangursins, leggur þó áherslu á að markmið geimfarsins sé ekki að leita að lífi heldur lífvænlegum aðstæðum. „Það eru mjög sterkar vísbendingar um að innihaldsefni lífs séu til staðar á Evrópu en við verðum að fara þangað til þess að komast að því,“ segir Buratti við Reuters-fréttastofuna. Kannar þykkt skorpunnar og efnasamsetninguna Clipper er sólarknúið og stærsta geimfar sem NASA hefur nokkru sinni byggt til þess að rannsaka aðra hnetti í sólkerfinu. Farið er rúmlega þrjátíu metra langt, sautján metra breitt og vegur um sex tonn. Þar vega þungt sólarsellurnar sem búa til orku til að knýja níu mælitæki um borð. Þrjú meginmarkmið Europa Clipper eru að mæla þykkt ísskorpu Evrópu og hvernig hún verkar við hafið undir henni, kanna efnasamsetningu tunglsins og jarðfræði þess. Talið er að ísskorpan sé á bilinu fimmtán til tuttugu og fimm kílómetra þykk. Hafið fyrir neðan hana er áætlað allt frá sextíu til 150 kílómetra djúpt. Þannig gæti verið allt að tvöfalt meira fljótandi vatn undir yfirborði Evrópu en í öllum höfum jarðar samtals. Gæti örverulíf hafa kviknað í víðáttumiklu neðanjarðarhafi undir ísilögðu yfirborði Evrópu? Evrópa er á stærð við tunglið okkar og er eitt fjögurra svonefndra Galíleó-tungla Júpíters.NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Vísbendingar hafa fundist um að frá yfirborði Evrópu gjósi vatnsstrókar. MASPEX-mælitækið um borð í Clipper er ætlað að greina vatnsgufu og gas í nágrenni Evrópu til þess að freista þess að finna lífræn efnasambönd sem gætu verið næring fyrir mögulegt neðansjávarörverulíf. Einnig vakir fyrir NASA að finna álitlega lendingarstaði á yfirborði Evrópu fyrir frekari könnunarleiðangra þangað í framtíðinni. Fleiri vatnaveraldir í sólkerfinu Evrópa er ekki eina vatnaveröldin í sólkerfinu okkar. Talið er að neðanjarðarhöf sé að finna á bæði Ganýmedesi og Kallistó, stærstu tunglum Júpíters. Mun dýpra er talið niður á þau en á Evrópu. Þá er Enkeladus, ístungl Satúrnusar, þekkt fyrir ísgíga sem þeyta vatnssameindum út í geim, líklega frá neðanjarðarhafi. Einnig er talið mögulegt að slíkt haf sé að finna á Trítoni, stærsta tungli Neptúnusar. Þangað hefur þó ekkert geimfar farið frá því að Voyager 2 flaug fram hjá í ágúst árið 1989 og engin áform eru um frekari ferðir þangað í fyrirsjáanlegri framtíð.
Geimurinn Vísindi Tækni Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Lykilhráefni lífs í neðanjarðarhafi tungls Satúrnusar Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra. 15. júní 2023 20:02 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Facebook og Instagram liggja víða niðri Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Sjá meira
Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45
Lykilhráefni lífs í neðanjarðarhafi tungls Satúrnusar Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra. 15. júní 2023 20:02