Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2024 09:07 Össur sagði í annarri færslu í gær að Bjarni hefði skotið Svandísi ref fyrir rass með því að boða skyndilega til kosninga. „Eftir það sem á undan er gengið, og eftir þau svipugöng niðurlægingar sem Bjarni og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leiddu Svandísi í gegnum í atburðarrás gærdagsins, þá á Svandís því varla annan kost en þann að draga VG formlega út úr ríkisstjórninni.“ Þetta segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og ráðherra, á Facebokk í morgun. Hann segir það algjörlega á valdi Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, hvort Bjarni Benediktsson fær að sitja áfram sem forsætisráðherra fram að kosningum. „Ef VG gerir engan ágreining við áform Bjarna um að óska eftir þingrofi án þess að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína heldur hann því áfram sem forsætisráðherra gegnum kosningabaráttuna með öllu því forskoti sem þyngd embættisins veitir. Hann mun þá eins og allir aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa fullt og óskorað vald í sínum málaflokkum. Vill Svandís það?“ spyr Össur. „Svo vill til að hún á völ á öðru. Svandís á þann leik að draga VG formlega út úr ríkisstjórninni, sem um leið tapar meirihluta sínum á Alþingi. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er þarmeð fallin. Forseti Íslands verður þá að fara í viðræður við leiðtoga allra flokka og kanna hver þeim finnst best fallinn til að leiða starfsstjórn framyfir kosningarnar. Harla ólíklegt er að niðurstaðan verði sú að benda á Bjarna Benediktsson.“ Össur segir Svandísi vart eiga annan kost í stöðunni en að sprengja ríkisstjórnina endanlega. „Geri hún það ekki verður það í annað skiptið sem VG tryggir Bjarna í stól forsætisráðherra. Hvernig ætlar Svandís Svavarsdóttir að útskýra það fyrir þeim kjósendum á vinstri vængnum sem hún mun biðla til í nauðvörn næstu kosninga? Önnur niðurstaða fæli í sér endanlega uppgjöf fyrir Sjálfstæðisflokknum og yrði líklega grafskrift hennar sem formanns og jafnvel VG sem flokks.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Þetta segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og ráðherra, á Facebokk í morgun. Hann segir það algjörlega á valdi Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, hvort Bjarni Benediktsson fær að sitja áfram sem forsætisráðherra fram að kosningum. „Ef VG gerir engan ágreining við áform Bjarna um að óska eftir þingrofi án þess að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína heldur hann því áfram sem forsætisráðherra gegnum kosningabaráttuna með öllu því forskoti sem þyngd embættisins veitir. Hann mun þá eins og allir aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa fullt og óskorað vald í sínum málaflokkum. Vill Svandís það?“ spyr Össur. „Svo vill til að hún á völ á öðru. Svandís á þann leik að draga VG formlega út úr ríkisstjórninni, sem um leið tapar meirihluta sínum á Alþingi. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er þarmeð fallin. Forseti Íslands verður þá að fara í viðræður við leiðtoga allra flokka og kanna hver þeim finnst best fallinn til að leiða starfsstjórn framyfir kosningarnar. Harla ólíklegt er að niðurstaðan verði sú að benda á Bjarna Benediktsson.“ Össur segir Svandísi vart eiga annan kost í stöðunni en að sprengja ríkisstjórnina endanlega. „Geri hún það ekki verður það í annað skiptið sem VG tryggir Bjarna í stól forsætisráðherra. Hvernig ætlar Svandís Svavarsdóttir að útskýra það fyrir þeim kjósendum á vinstri vængnum sem hún mun biðla til í nauðvörn næstu kosninga? Önnur niðurstaða fæli í sér endanlega uppgjöf fyrir Sjálfstæðisflokknum og yrði líklega grafskrift hennar sem formanns og jafnvel VG sem flokks.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira