Körfubolti

Segist ekki ætla að fara Jordan eða Kobe leiðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Edwards varð sér úti um mikla reynslu þegar hann lék með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar.
Anthony Edwards varð sér úti um mikla reynslu þegar hann lék með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Jamie Squire

Bandaríski körfuboltamaðurinn Anthony Edwards gerir tilkall til að verða eitt af andlitum NBA deildarinnar en hann ætlar ekki að taka sér þá Michael Jordan eða Kobe Bryant til fyrirmyndar í einu.

Edwards er þegar orðinn aðalstjarna Minnesota Timberwolves og var líka í stóru hlutverki í gullverðlaunaliði Bandaríkjanna á síðustu Ólympíuleikum í París í sumar.

Edwards var með 25,9 stig, 5,4 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Timberwolves á síðasta tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Hann hefur hækkað meðalskor sitt á hverju tímabili og er mikil skemmtikraftur og tilþrifakarl inn á gólfinu.

Jordan og Kobe voru báðir andlit NBA í langan tíma en Edwards vill ekki vera eins og þeir þegar kemur að því að leiða sín lið inn á vellinum.

Edwards telur ekki rétt að drulla yfir liðsfélaga sína ef þeir gera mistök. Eitthvað sem þeir Jordan og Kobe voru báðir þekktir fyrir ef þeir þá yrtu á liðsfélaga sína yfir höfuð.

„Ég get verið samnála því að vera ósammála þeim. Allir eru ólíkir í leiknum í dag og þú getur ekki talað eins við alla,“ sagði Anthony Edwards sem hefur fengið hrós fyrir góða leiðtogahæfileika.

„Þú verður að tala öðruvísi við suma leikmenn en aðra. Sumir leikmenn geta tekið þessu. Ég get látið þá heyra það ef þeir eru ekki að standa sig,“ sagði Edwards.

„Með suma leikmenn þá verður þú að ræða málin í einrúmi. Þú getur ekki bölvað þeim fyrir framan alla,“ sagði Edwards.

Edwards er enn bara 23 ára gamall og er því rétt að byrja feril sinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×