„Næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 07:32 Ruth Chepngetich fagnar sigri og heimsmeti sínu með keníska fánann. Hún bætti ekki bara heimsmetið heldur rústaði gamla heimsmetinu. Getty/Michael Reaves Keníska hlaupakonan Ruth Chepngetich skrifaði nýjan kafla í íþróttasögunni í Chicago í gærkvöldi þegar hún stórbætti heimsmetið í maraþonhlaupi kvenna. Chepngetich kom í mark á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 56 sekúndum og varð þar með fyrsta konan í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum og tíu mínútum. Hún bætti ekki aðeins heimsmetið heldur stórbætti hún það um næstum því tvær mínútur. Gamla metið var frá því í Berlínarmaraþoninu 2023 þegar hin eþíópíska Tigst Assefa kom í mark á tveimur klukkutímum, ellefu mínútum og 53 sekúndum. Það munaði því aðeins þremur sekúndum að Chepngetich hefði bætt metið um heilar tvær mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4yuYc3KyjR8">watch on YouTube</a> „Þetta er næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu,“ sagði maraþonhlauparinn Carrie Tollefson sem lýsti hlaupinu. Hún átti varla orð til að lýsa þessu mikla afreki en bætingin gríðarleg. Án efa eitt mesta íþróttaafrek ársins. Chepngetich vann þetta hlaup líka 2021 og 2022 auk þess að verða í öðru sæti í fyrra. Chepngetich sjálf var líka mjög sátt eftir hlaupið. „Mér líður svo vel. Ég er stolt af sjálfri mér og ég þakka guði fyrir sigurinn og fyrir heimsmetið,“ sagði Chepngetich. „Með þessu er draumur minn að rætast. Ég hef hugsað lengi um þetta heimsmet og er því mjög þakklát að það sé nú komið í höfn,“ sagði Chepngetich. Chepngetich hafði einu sinni verið aðeins fjórtán sekúndum frá heimsmetinu sem var mjög svekkjandi fyrir hana en að þessu sinni var enginn vafi á því hvort hún myndi setja nýtt heimsmet. Hún keyrði upp hraðan frá byrjun og var nálægt því að setja persónulegt met í hálfmaraþoni. Mögnuð frammistaða hjá magnaðri íþróttakonu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Frjálsar íþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Chepngetich kom í mark á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 56 sekúndum og varð þar með fyrsta konan í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum og tíu mínútum. Hún bætti ekki aðeins heimsmetið heldur stórbætti hún það um næstum því tvær mínútur. Gamla metið var frá því í Berlínarmaraþoninu 2023 þegar hin eþíópíska Tigst Assefa kom í mark á tveimur klukkutímum, ellefu mínútum og 53 sekúndum. Það munaði því aðeins þremur sekúndum að Chepngetich hefði bætt metið um heilar tvær mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4yuYc3KyjR8">watch on YouTube</a> „Þetta er næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu,“ sagði maraþonhlauparinn Carrie Tollefson sem lýsti hlaupinu. Hún átti varla orð til að lýsa þessu mikla afreki en bætingin gríðarleg. Án efa eitt mesta íþróttaafrek ársins. Chepngetich vann þetta hlaup líka 2021 og 2022 auk þess að verða í öðru sæti í fyrra. Chepngetich sjálf var líka mjög sátt eftir hlaupið. „Mér líður svo vel. Ég er stolt af sjálfri mér og ég þakka guði fyrir sigurinn og fyrir heimsmetið,“ sagði Chepngetich. „Með þessu er draumur minn að rætast. Ég hef hugsað lengi um þetta heimsmet og er því mjög þakklát að það sé nú komið í höfn,“ sagði Chepngetich. Chepngetich hafði einu sinni verið aðeins fjórtán sekúndum frá heimsmetinu sem var mjög svekkjandi fyrir hana en að þessu sinni var enginn vafi á því hvort hún myndi setja nýtt heimsmet. Hún keyrði upp hraðan frá byrjun og var nálægt því að setja persónulegt met í hálfmaraþoni. Mögnuð frammistaða hjá magnaðri íþróttakonu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira