„Næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 07:32 Ruth Chepngetich fagnar sigri og heimsmeti sínu með keníska fánann. Hún bætti ekki bara heimsmetið heldur rústaði gamla heimsmetinu. Getty/Michael Reaves Keníska hlaupakonan Ruth Chepngetich skrifaði nýjan kafla í íþróttasögunni í Chicago í gærkvöldi þegar hún stórbætti heimsmetið í maraþonhlaupi kvenna. Chepngetich kom í mark á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 56 sekúndum og varð þar með fyrsta konan í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum og tíu mínútum. Hún bætti ekki aðeins heimsmetið heldur stórbætti hún það um næstum því tvær mínútur. Gamla metið var frá því í Berlínarmaraþoninu 2023 þegar hin eþíópíska Tigst Assefa kom í mark á tveimur klukkutímum, ellefu mínútum og 53 sekúndum. Það munaði því aðeins þremur sekúndum að Chepngetich hefði bætt metið um heilar tvær mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4yuYc3KyjR8">watch on YouTube</a> „Þetta er næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu,“ sagði maraþonhlauparinn Carrie Tollefson sem lýsti hlaupinu. Hún átti varla orð til að lýsa þessu mikla afreki en bætingin gríðarleg. Án efa eitt mesta íþróttaafrek ársins. Chepngetich vann þetta hlaup líka 2021 og 2022 auk þess að verða í öðru sæti í fyrra. Chepngetich sjálf var líka mjög sátt eftir hlaupið. „Mér líður svo vel. Ég er stolt af sjálfri mér og ég þakka guði fyrir sigurinn og fyrir heimsmetið,“ sagði Chepngetich. „Með þessu er draumur minn að rætast. Ég hef hugsað lengi um þetta heimsmet og er því mjög þakklát að það sé nú komið í höfn,“ sagði Chepngetich. Chepngetich hafði einu sinni verið aðeins fjórtán sekúndum frá heimsmetinu sem var mjög svekkjandi fyrir hana en að þessu sinni var enginn vafi á því hvort hún myndi setja nýtt heimsmet. Hún keyrði upp hraðan frá byrjun og var nálægt því að setja persónulegt met í hálfmaraþoni. Mögnuð frammistaða hjá magnaðri íþróttakonu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sjá meira
Chepngetich kom í mark á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 56 sekúndum og varð þar með fyrsta konan í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum og tíu mínútum. Hún bætti ekki aðeins heimsmetið heldur stórbætti hún það um næstum því tvær mínútur. Gamla metið var frá því í Berlínarmaraþoninu 2023 þegar hin eþíópíska Tigst Assefa kom í mark á tveimur klukkutímum, ellefu mínútum og 53 sekúndum. Það munaði því aðeins þremur sekúndum að Chepngetich hefði bætt metið um heilar tvær mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4yuYc3KyjR8">watch on YouTube</a> „Þetta er næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu,“ sagði maraþonhlauparinn Carrie Tollefson sem lýsti hlaupinu. Hún átti varla orð til að lýsa þessu mikla afreki en bætingin gríðarleg. Án efa eitt mesta íþróttaafrek ársins. Chepngetich vann þetta hlaup líka 2021 og 2022 auk þess að verða í öðru sæti í fyrra. Chepngetich sjálf var líka mjög sátt eftir hlaupið. „Mér líður svo vel. Ég er stolt af sjálfri mér og ég þakka guði fyrir sigurinn og fyrir heimsmetið,“ sagði Chepngetich. „Með þessu er draumur minn að rætast. Ég hef hugsað lengi um þetta heimsmet og er því mjög þakklát að það sé nú komið í höfn,“ sagði Chepngetich. Chepngetich hafði einu sinni verið aðeins fjórtán sekúndum frá heimsmetinu sem var mjög svekkjandi fyrir hana en að þessu sinni var enginn vafi á því hvort hún myndi setja nýtt heimsmet. Hún keyrði upp hraðan frá byrjun og var nálægt því að setja persónulegt met í hálfmaraþoni. Mögnuð frammistaða hjá magnaðri íþróttakonu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sjá meira