„Næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 07:32 Ruth Chepngetich fagnar sigri og heimsmeti sínu með keníska fánann. Hún bætti ekki bara heimsmetið heldur rústaði gamla heimsmetinu. Getty/Michael Reaves Keníska hlaupakonan Ruth Chepngetich skrifaði nýjan kafla í íþróttasögunni í Chicago í gærkvöldi þegar hún stórbætti heimsmetið í maraþonhlaupi kvenna. Chepngetich kom í mark á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 56 sekúndum og varð þar með fyrsta konan í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum og tíu mínútum. Hún bætti ekki aðeins heimsmetið heldur stórbætti hún það um næstum því tvær mínútur. Gamla metið var frá því í Berlínarmaraþoninu 2023 þegar hin eþíópíska Tigst Assefa kom í mark á tveimur klukkutímum, ellefu mínútum og 53 sekúndum. Það munaði því aðeins þremur sekúndum að Chepngetich hefði bætt metið um heilar tvær mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4yuYc3KyjR8">watch on YouTube</a> „Þetta er næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu,“ sagði maraþonhlauparinn Carrie Tollefson sem lýsti hlaupinu. Hún átti varla orð til að lýsa þessu mikla afreki en bætingin gríðarleg. Án efa eitt mesta íþróttaafrek ársins. Chepngetich vann þetta hlaup líka 2021 og 2022 auk þess að verða í öðru sæti í fyrra. Chepngetich sjálf var líka mjög sátt eftir hlaupið. „Mér líður svo vel. Ég er stolt af sjálfri mér og ég þakka guði fyrir sigurinn og fyrir heimsmetið,“ sagði Chepngetich. „Með þessu er draumur minn að rætast. Ég hef hugsað lengi um þetta heimsmet og er því mjög þakklát að það sé nú komið í höfn,“ sagði Chepngetich. Chepngetich hafði einu sinni verið aðeins fjórtán sekúndum frá heimsmetinu sem var mjög svekkjandi fyrir hana en að þessu sinni var enginn vafi á því hvort hún myndi setja nýtt heimsmet. Hún keyrði upp hraðan frá byrjun og var nálægt því að setja persónulegt met í hálfmaraþoni. Mögnuð frammistaða hjá magnaðri íþróttakonu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Frjálsar íþróttir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Chepngetich kom í mark á tveimur klukkutímum, níu mínútum og 56 sekúndum og varð þar með fyrsta konan í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum og tíu mínútum. Hún bætti ekki aðeins heimsmetið heldur stórbætti hún það um næstum því tvær mínútur. Gamla metið var frá því í Berlínarmaraþoninu 2023 þegar hin eþíópíska Tigst Assefa kom í mark á tveimur klukkutímum, ellefu mínútum og 53 sekúndum. Það munaði því aðeins þremur sekúndum að Chepngetich hefði bætt metið um heilar tvær mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4yuYc3KyjR8">watch on YouTube</a> „Þetta er næstum því eins og að sjá einhvern lenda á tunglinu,“ sagði maraþonhlauparinn Carrie Tollefson sem lýsti hlaupinu. Hún átti varla orð til að lýsa þessu mikla afreki en bætingin gríðarleg. Án efa eitt mesta íþróttaafrek ársins. Chepngetich vann þetta hlaup líka 2021 og 2022 auk þess að verða í öðru sæti í fyrra. Chepngetich sjálf var líka mjög sátt eftir hlaupið. „Mér líður svo vel. Ég er stolt af sjálfri mér og ég þakka guði fyrir sigurinn og fyrir heimsmetið,“ sagði Chepngetich. „Með þessu er draumur minn að rætast. Ég hef hugsað lengi um þetta heimsmet og er því mjög þakklát að það sé nú komið í höfn,“ sagði Chepngetich. Chepngetich hafði einu sinni verið aðeins fjórtán sekúndum frá heimsmetinu sem var mjög svekkjandi fyrir hana en að þessu sinni var enginn vafi á því hvort hún myndi setja nýtt heimsmet. Hún keyrði upp hraðan frá byrjun og var nálægt því að setja persónulegt met í hálfmaraþoni. Mögnuð frammistaða hjá magnaðri íþróttakonu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira