Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2024 09:09 Stefán Jónsson, fyrrverandi flugvélstjóri, hlýðir á Gunnar Guðjónsson, fyrrverandi flugstjóra, lýsa því þegar ráðherra samgöngumála gekk inn í viskímettaðan flugstjórnarklefann. Egill Aðalsteinsson Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2, sem ber yfirskriftina Fólkið í fluginu, er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum sem segja okkur nokkrar mergjaðar flugsögur. Stefán Jónsson, fyrrverandi flugvélstjóri, lýsir þeim ótrúlega atburði þegar jólatré festist á stéli Flugfélagsvélar í flugi yfir Grænlandi. Erla Hafrún Guðjónsdóttir rifjaði upp magalendingu í New York vorið 1970.Egill Aðalsteinsson Erla Hafrún Guðjónsdóttir, fyrrverandi flugfreyja, segir frá magalendingu á CL-44 Rolls Royce-vél Loftleiða, Bjarna Herjólfssyni, í New York vorið 1970 þegar annað hjólastellið festist ekki niðri. Tvöhundruð manns voru um borð, 189 farþegar og ellefu manna áhöfn. Loftleiðavélin Bjarni Herjólfsson á maganum á Kennedy-flugvelli.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Svo var bara sett kvoða á brautina og undirbúið,“ segir Erla Hafrún. Í þættinum eru sýndar ljósmyndir sem Erla tók af flugvélinni eftir magalendinguna á Kennedy-flugvelli en þær hafa ekki áður birst opinberlega. Þær sýna vel skemmdir á flugvélinni og hversu giftusamlega tókst til að engin alvarleg meiðsl urðu á fólki. Slökkviliðsbílar Kennedyflugvallar umlykja Loftleiðavélina.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Ég eiginlega brotnaði ekki fyrr en ég kom heim og hitti manninn minn og son minn,“ rifjar Erla upp. Við heyrum einnig flugfreyjurnar segja frá atvikinu þegar þær lentu í loftgati í aðflugi að Keflavík. Svo skyndilega féll flugvélin niður að ein flugfreyjan hentist harkalega upp og braut skilti í loftinu. Skrúfublöðin á vinstri vængnum beygluðust.Erla Hafrún Guðjónsdóttir Gunnar Guðjónsson, fyrrverandi flugstjóri, segir skondna sögu úr flugferð frá Glasgow með samgönguráðherrann Halldór E . Sigurðsson um borð. Sammælst hafði verið um það að ráðherrann fengi að kíkja frammí til flugmannanna á leiðinni. Þá vildi svo óheppilega vildi til að viskípeli brotnaði óvart inni í flugstjórnarklefanum einmitt þegar ráðherrann mætti. Boeing 727-einkaþotan sem þeir Gylfi Magnússon og Stefán Jónsson flugu um sex vikna skeið.Gylfi Magnússon Gylfi Magnússon, fyrrverandi flugstjóri, segir frá ævintýraferðalagi sem dúkkaði upp með litlum fyrirvara þegar milljarðamæring vantaði flugmenn á þotuna sína, Boeing 727. Hann og Stefán Jónsson tóku að sér verkefnið sem teygðist upp í sex vikur og fór um Austurlönd fjær og Ástralíu. Hér má sjá níu mínútna myndskeið af flugsögum: Í þættinum rýnum við einnig í flugáhugann á Íslandi og spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið þar sem þessu er velt upp: Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:55. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á alla þáttaröðina hvar og hvenær sem er í streymisveitu Stöðvar 2. Hér er kynningarstikla þáttaraðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þú finnur Íslendinga út um allan heim í fluginu „Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. 10. október 2024 10:50 Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. 8. október 2024 10:55 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2, sem ber yfirskriftina Fólkið í fluginu, er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum sem segja okkur nokkrar mergjaðar flugsögur. Stefán Jónsson, fyrrverandi flugvélstjóri, lýsir þeim ótrúlega atburði þegar jólatré festist á stéli Flugfélagsvélar í flugi yfir Grænlandi. Erla Hafrún Guðjónsdóttir rifjaði upp magalendingu í New York vorið 1970.Egill Aðalsteinsson Erla Hafrún Guðjónsdóttir, fyrrverandi flugfreyja, segir frá magalendingu á CL-44 Rolls Royce-vél Loftleiða, Bjarna Herjólfssyni, í New York vorið 1970 þegar annað hjólastellið festist ekki niðri. Tvöhundruð manns voru um borð, 189 farþegar og ellefu manna áhöfn. Loftleiðavélin Bjarni Herjólfsson á maganum á Kennedy-flugvelli.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Svo var bara sett kvoða á brautina og undirbúið,“ segir Erla Hafrún. Í þættinum eru sýndar ljósmyndir sem Erla tók af flugvélinni eftir magalendinguna á Kennedy-flugvelli en þær hafa ekki áður birst opinberlega. Þær sýna vel skemmdir á flugvélinni og hversu giftusamlega tókst til að engin alvarleg meiðsl urðu á fólki. Slökkviliðsbílar Kennedyflugvallar umlykja Loftleiðavélina.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Ég eiginlega brotnaði ekki fyrr en ég kom heim og hitti manninn minn og son minn,“ rifjar Erla upp. Við heyrum einnig flugfreyjurnar segja frá atvikinu þegar þær lentu í loftgati í aðflugi að Keflavík. Svo skyndilega féll flugvélin niður að ein flugfreyjan hentist harkalega upp og braut skilti í loftinu. Skrúfublöðin á vinstri vængnum beygluðust.Erla Hafrún Guðjónsdóttir Gunnar Guðjónsson, fyrrverandi flugstjóri, segir skondna sögu úr flugferð frá Glasgow með samgönguráðherrann Halldór E . Sigurðsson um borð. Sammælst hafði verið um það að ráðherrann fengi að kíkja frammí til flugmannanna á leiðinni. Þá vildi svo óheppilega vildi til að viskípeli brotnaði óvart inni í flugstjórnarklefanum einmitt þegar ráðherrann mætti. Boeing 727-einkaþotan sem þeir Gylfi Magnússon og Stefán Jónsson flugu um sex vikna skeið.Gylfi Magnússon Gylfi Magnússon, fyrrverandi flugstjóri, segir frá ævintýraferðalagi sem dúkkaði upp með litlum fyrirvara þegar milljarðamæring vantaði flugmenn á þotuna sína, Boeing 727. Hann og Stefán Jónsson tóku að sér verkefnið sem teygðist upp í sex vikur og fór um Austurlönd fjær og Ástralíu. Hér má sjá níu mínútna myndskeið af flugsögum: Í þættinum rýnum við einnig í flugáhugann á Íslandi og spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð. Hér má sjá sjö mínútna myndskeið þar sem þessu er velt upp: Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:55. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á alla þáttaröðina hvar og hvenær sem er í streymisveitu Stöðvar 2. Hér er kynningarstikla þáttaraðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þú finnur Íslendinga út um allan heim í fluginu „Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. 10. október 2024 10:50 Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. 8. október 2024 10:55 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þú finnur Íslendinga út um allan heim í fluginu „Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. 10. október 2024 10:50
Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. 8. október 2024 10:55
Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47
Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48