Sjálfsmark Framsóknarflokksins í Grafarvogi Vignir Sverrisson skrifar 13. október 2024 07:03 Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Einar Þorsteinsson féllst í faðm Samfylkingarinnar með fögur fyrirheit um borgarstjórastólinn. Margir voru að vonast eftir nýjum degi í borginni en í staðinn fengum við bara nýjan Dag B. Nú eru uppi áform um mikla uppbyggingu í Grafarvogi og íbúar þar allt annað en sáttir. Búið að finna þau grænu svæði sem okkur í Grafarvogi þykir vænt um og ætlunin að byggja á þeim. Það eru vissulega svæði sem hægt er að byggja upp skynsamlega í Grafarvogi en nýr borgarstjóri hefur ákveðið að halda áfram með módelið sem forveri hans var með. Þéttum og hækkum, allt sem var grænt og vænt verður núna byggt, nema nú með inngörðum, býflugnabúi, hænsnum og smíðaaðstöðu. Þegar ég spurði fulltrúa borgarinnar um leiksvæði barnanna sem liggja nú undir væntanlegum nýbyggingum þá var mér bent á Gufunesið og Kirkjugarðinn. Kirkjugarðurinn er vissulega einstaklega fallegur og notalegur en Gufunessvæðið er tæplega fært fótgangandi í ljósi þess „óvænta“ umferðarþunga sem ný bíllaus byggð við Gufunes hafði í för með sér. Ef litið er á tillögur sem nú liggja fyrir t.d. í Sóleyjarima þá virðast þær hafa verið settar fram af fólki sem hafi aldrei komið inn í hverfið. Skyggja á núverandi byggð og byggja mörg há hús í mjög lágreistu umhverfi þar sem aðstaða fyrir bíla verður í stærðarinnar bílastæðahúsi. Bílastæðahúsi sem á bara eftir að verða til vandræða fyrir þá sem þar búa og nágranna. Hvergi í Grafarvogi er að finna slíkt bílastæðahús, hvergi í úthverfum borgarinnar heldur. Borgarstjóri Framsóknarflokksins talaði sjálfur um að þau ætluðu ekki að eyðileggja hverfisbraginn sem virðast í dag orðin tóm. Borgin horfir eflaust á Sóleyjarima sem tilraunarverkefni fyrir Keldnalandið og þeirra hugmynda sem þar liggja fyrir. Hvað er að því að fórna frábæru hverfi í tilraunaskyni fyrir útópískar hugmyndir meirihlutans í Keldnalandinu? Það virðist koma mörgum borgarfulltrúum á óvart af hverju íbúar Grafarvogs velja að búa þar. Við nennum ekki þessu kraðaki sem er víða á þessum þéttingarreitum í borginni. Við viljum græn svæði, sem Einari borgarstjóra Framsóknar þykir svo vænt um, lágreista byggð og umhverfi sem er ekki yfirþyrmandi. Ég fæ á tilfinninguna að vegferð þéttingar í Grafarvogi sé drifin áfram af þörf borgarinnar til að selja lóðir til bygginga sem allra fyrst og fá pening í kassann. Reyna þar með að hylma yfir húsnæðisskortinn sem borgarmeirihlutinn hefur átt stóran þátt í. Nú styttist óðum í kosningar, sem gætu orðið á landsvísu fyrr en seinna. Í Grafarvogi búa hátt í 20 þúsund manns á yfir 6.200 heimilum. Nýr Borgarstjóri Framsóknarflokksins hefur aldeilis látið reyna á samtakamátt stærsta hverfishluta Reykjavíkur. Mun alvöru samtal við íbúa fara fram og hlustað á gagnrýni íbúa, þarfir þeirra og vilja? Í raun viljum við fá kjörna fulltrúa til að standa við gefin kosningaloforð um meiri sátt og samtal. Mögulega er Framsóknarflokkurinn að skora sjálfsmark í Grafarvogi í aðdraganda kosninga á landsvísu. Því skoðun margra hér í Grafarvogi er..... ..... kannski í þetta skipti, er best að sleppa því að kjósa Framsókn. Höfundur hefur verið íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi frá 2001
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun