Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:14 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“ Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Vísi um Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur gagnrýndi Orkuveituna á fimmtudaginn í viðtali við Ríkisútvarpið en þar sagði hún Carbfix vera áhættuatriði fyrir skattgreiðendur. Hún vísaði til óvissu um framtíð Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, í Straumsvík eftir að ákveðið var að verkefnið færi í íbúakosningu í Hafnarfirði. Verkefnið stefnir á að dæla niður koldíoxíð niður í berggrunninn steinsnar frá Völlunum. Ósammála um kjarnahlutverk félagsins Í frétt RÚV um málið kom fram að 68 milljarðar króna af almannafé ætti að fara í uppbyggingu Carbfix á næstu fjórum árum. Hildur sagði að Orkuveitan væri komin langt út fyrir hlutverk fyrirtækisins með því að starfrækja Carbfix. Orkuveitan gerði athugasemd við staðhæfingar oddvitans í gær og bendi á að afla eigi 61,2 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrir Carbfix og Ljósleiðarann, annað dótturfélag Orkuveitunnar. Einnig var tekið fram að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku gildið árið 2014 að fyrirtæki og dótturfélög Orkuveitunnar stundi ekki einungis vinnslu og sölu á rafmagni og heitu vatni heldur starfsemi sem tengist kjaranstarfsemi þess, þar með talið geymslu koltvísýrings og annarra vatnsleysanlegra gastegunda í jörðu. Rekstur Orkuveitunnar blásið út Spurð hvers vegna hún hafi sagt Orkuveituna vera komna út fyrir hlutverk sitt með Carbfix þó að starfsemin falli undir lögin frá árinu 2014 segir Hildur: „Það var auðvitað bara lagabreyting sem var sérstaklega sniðin að Carbfix-verkefninu. Það má auðvitað taka ákvörðun um að draga það til baka en það er engin sérstök þörf á því. Það er auðvitað bara algjörlega augljóst mál að kjarnahlutverk Orkuveitu Reykjavíkur, sem er fyrirtæki í opinberri eigu sem á að þjóna hagsmunum borgarbúa, sé að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Staðan er bara sú að á undanförnum árum hefur rekstur Orkuveitunnar blásið út. Við höfum lýst margoft þeirri skoðun að það sé löngu tímabært að stíga á bremsuna í rekstrinum og leita aftur kjarnans.“ Starfseminni fylgi áhætta Hildur setur þann fyrirvara á að hún sé þó jákvæð gagnvart verkefnum Carbfix og nefnir að þar starfi úrvalshópur vísindamanna og hæfileikafólks sem standi sig vel í sínu starfi. „Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst bara um hvort að verkefnið eigi að vera í höndum hins opinbera og hvort við eigum að taka áhættu með skattfé almennings. Að mínu mati er það alveg skýrt að þetta verkefni færi mun betur í höndum fjárfesta.“ Hildur ítrekar að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina lánað heilmikið fé til Carbfix og að því fylgi áhætta. Hún segir fráleitt að halda öðru fram. „Það er mín grundvallarafstaða að fyrirtæki í opinberri eigu eigi hvorki að vera í samkeppnisrekstri, né heldur áhættufrekum fjárfestingum á reikning skattgreiðenda.“
Borgarstjórn Orkumál Loftslagsmál Reykjavík Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira