Innlent

Staðan á ríkis­stjórninni og fé­lags­mála­ráð­herra svarar fyrir sím­talið

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Fréttatíminn hefst á slaginu 12.
Fréttatíminn hefst á slaginu 12.

Formaður Framsóknar segir samstarfsflokka hans hafa nokkra sólarhringa til að ákveða sig, svo vinnufriður geti skapast. Farið verður yfir stöðuna á ríkisstjórnarsamstarfinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Þá verður rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra sem segist ekki hafa reynt að hafa áhrif á ríkislögreglustjóra þegar hann hringdi í hann að næturlagi.

Auk þess verður rætt við Jakob Frímann Magnússon þingmann Flokks fólksins sem segir bráðamóttökuna sprungna og lýsir því að vinur hans hafi beðið þar sárþjáður, svo klukkustundum skipti.

Slakur fyrri hálfleikur kom í veg fyrir íslenskan sigur gegn Wales. „Sagan endalausa,“ segir fyrrverandi landsliðsmaður.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×