Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 10:35 Frá grunnbúðum Everest í Nepal. Vísir/EPA Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu um það hvort fjallagarparnir Andrew Comyn Irvine og George Mallory hafi náð að toppa Everest, hæsta fjall heims, fyrstir í sögunni. Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs. Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs.
Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira