Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Árni Sæberg skrifar 11. október 2024 14:13 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem skila á tillögum um hvernig megi efla Hagstofu Íslands sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu. Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira