Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Osteostrong og Drífa Viðarsdóttir 14. október 2024 08:50 Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur hefur náð góðum árangri með Osteostrong. Ernir Það er óhætt að segja að Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur, sé skemmtilegur persónuleiki og hafi tekið að sér áhugaverð verkefni á starfsævinni. Hann er fæddur árið 1952 í Reykjavík og sleit barnsskónum í smáíbúðahverfinu, í boltanum hjá Víkingi og í sveitasælunni á Gilsbakka í Hvítársíðunni í Borgarfirði. Skólagangan nokkuð hefðbundin; Ísaksskóli, Breiðagerðisskóli, Réttarholtsskóli og eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972, hélt hann til Noregs, til náms í mjólkurfræði/verkfræði við Landbúnaðarháskólann að Ási. Allar götur síðan hefur matvælaiðnaður, í einhverri mynd, verið starfsvettvangur Þórarins. Eftir nám og vinnu í Noregi, lá leiðin norður til Akureyrar og frá árabilinu 1979 til 2000 var hann lengst af mjólkurbússtjóri hjá Mjólkursamlagi KEA. Einnig hafa félagsmál, íþróttastarf, bæjarmál- og landsmálapólitík tekið drjúgan tíma af starfsævinni. Síðustu árin hefur hann starfað hjá Íslenska hátæknifyrirtækinu VAXA Technologies Iceland ehf, sem sérhæfir sig í ræktun smáþörunga til framleiðslu á matvælum. Hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum „Mín áhugamál hafa snúist mikið um íþróttir og útivist, enda eru góð og holl matvæli nátengd íþróttaárangri. Öll árin mín í Noregi spilaði ég fótbolta og handbolta með einhverjum liðum í norsku deildarkeppninni, lengst af með Háskólaliðum Landbúnaðarháskólans. Eftir að við fjölskyldan snérum aftur heim til Íslands og fluttum norður hélt ég aðeins áfram að spila fótbolta og síðar handbolta með KA. Þegar ég var í bæjarstjórninni á Akureyri var ég mikið í íþrótta- og tómstundamálum og á einmitt einhver handtök fyrir KA og fleiri félög,“segir Þórarinn. Er úr ryðfríu stáli fyrir neðan mitti Eftir erfið meiðsl á hné árið 1979 var Þórarni ráðlagt að leggja skóna á hilluna. Afreksferillinn á Akureyri varð því öðruvísi og mun styttri, en ætlað var. „Þarna var ég 29 ára, kornungur og í fullu fjöri þegar ég verð fyrir hnjaski í boltanum og liðþófinn rifnar á vinstra hné. Mér var ráðlagt að hvíla mig á boltanum en því hlýddi ég auðvitað ekki og skakklappaðist áfram í boltanum í neðri deildunum,“ segir Þórarinn kíminn. „Það er ekki fyrr en nokkrum árum síðar þegar ég fer í liðþófaaðgerð þar sem restin er tekin og reynt að tjasla við liðböndin, sem ég hlusta á góð ráð og gefst upp fyrir skynseminni og sársaukanum, enda var ég farin að finna til við daglegar athafnir. Eftir aðgerðina var ég orðin nokkuð góður í löppunum og skrokknum og gat bæði skokkað og skíðað. Árið 2001 lendi ég í alvarlegu í bílslysi og hálsbrotna. Ég fór auðvitað í aðgerð þar sem ég var skorinn og spengdur saman en þá kom bakslag í hreyfanleikann og ég hef verið meira og minna laskaður síðan.Til að bæta gráu ofan á svart fór ég að finna fyrir auknum gigtarverkjum og er nú kominn með ágætis blöndu af liðagigt og slitgigt.“ Afleiðing slyssins varð til þess að líkamsstaða Þórarins breyttist og jókst álag á liði og liðbönd m.a í mjöðmum og hnjám. „Ég fór að finna fyrir meiri verkjum í líkamanum, því ég var allur skakkur eftir slysið. Svo bætti gamla fótboltahnjaskið ekki úr skák. Á tveggja ára fresti fram til ársins 2016 var semsagt skipt um einhverja liði í mér og nú er búið að skipta um báða mjaðmaliðina og bæði hnén. Í stuttu máli er ég úr ryðffríu stáli fyrir neðan mitti. Fyrir utan öklana en þeir eru í lagi,“ segir Þórarinn og hlær. Líkt og líkaminn sé fullhlaðinn orku Í dag býr Þórarinn í Árbænum ásamt eiginkonu sinni. Hann nefnir að það séu mikil forréttindi að búa í nánd við náttúruna og hafa heilsu til að njóta hennar, ekki aðeins sem áhorfandi. „Ég var nánast hættur að fara í göngutúra um Elliðaárdalinn, sem var sjálfsagður hlutur þegar við fluttum hingað í útivistardraumaparadísina árið 2017. Nú er ég óðum að ná fyrri styrk og farinn að njóta göngutúranna á nýjan leik. Þannig að það er mikill munur á mér eftir að ég fór að stunda Osteostrong.“ Þórarinn er heillaður af hugmyndafræðinni á bak við tæknina og furðar sig raunar á þeim mikla mun, sem hann finnur á sér eftir að hann byrjaði að mæta reglulega í Osteostrong, aðeins einu sinni í viku í ca 20 mínútur. „Það er magnað að hugsa til þess hvað það gerir mikið að beita sprengikraftinum í þennan stutta tíma. Ég er ekki aðeins með meiri styrk í fótum, höndum og baki, heldur finnst mér ég finna aukinn styrk innan frá líka í öllum líkamanum. Fæturnir bera mig allavega lengra og hraðar nú, en fyrir nokkrum misserum. Svo má ekki gleyma púlsuðu rafsegulbylgjunum sem maður fær í lokin. Gott að liggja slakur og finna hitann frá bylgjunum í kroppnum. Það er greinilegt, að þetta hefur afar góð áhrif á gigtina. Það er eins og líkaminn fyllist orku og verði fullhlaðinn eftir skyndihleðslu. Mér finnst ég endurnærður þegar ég ranka við mér 8 mínútum síðar.“ Finn mun á mér allstaðar Þórarinn ráðleggur öllum þeim sem eru í vafa, að bóka fríann prufutíma sem er í boði alla fimmtudaga í Hátúni 12 og á föstudögum í Ögurhvarfi 2. Einnig bendir hann á að fólk ætti að kynna sér og nýta íþróttastyrkinn sem er í boði hjá fyrirtækjum, sjóðum eða stéttarfélagi. „Ekki láta fyrri reynslu ykkar af líkamsræktarstöðvum trufla ykkur! Ég mæli líka eindregið með því að þetta sé stundað að minnsta kosti í nokkra mánuði. Gamla máltækið „Góðir hlutir gerast hægt“ er í fullu gildi. Allavega hjá mér, þá kom bætingin smátt og smátt. Ég hef mikla trú á þessu því ég finn mun á mér allstaðar og á meðan þetta virkar mun ég halda áfram að mæta,“ segir Þórarinn að lokum. Heilsa Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Sjá meira
Hann er fæddur árið 1952 í Reykjavík og sleit barnsskónum í smáíbúðahverfinu, í boltanum hjá Víkingi og í sveitasælunni á Gilsbakka í Hvítársíðunni í Borgarfirði. Skólagangan nokkuð hefðbundin; Ísaksskóli, Breiðagerðisskóli, Réttarholtsskóli og eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972, hélt hann til Noregs, til náms í mjólkurfræði/verkfræði við Landbúnaðarháskólann að Ási. Allar götur síðan hefur matvælaiðnaður, í einhverri mynd, verið starfsvettvangur Þórarins. Eftir nám og vinnu í Noregi, lá leiðin norður til Akureyrar og frá árabilinu 1979 til 2000 var hann lengst af mjólkurbússtjóri hjá Mjólkursamlagi KEA. Einnig hafa félagsmál, íþróttastarf, bæjarmál- og landsmálapólitík tekið drjúgan tíma af starfsævinni. Síðustu árin hefur hann starfað hjá Íslenska hátæknifyrirtækinu VAXA Technologies Iceland ehf, sem sérhæfir sig í ræktun smáþörunga til framleiðslu á matvælum. Hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum „Mín áhugamál hafa snúist mikið um íþróttir og útivist, enda eru góð og holl matvæli nátengd íþróttaárangri. Öll árin mín í Noregi spilaði ég fótbolta og handbolta með einhverjum liðum í norsku deildarkeppninni, lengst af með Háskólaliðum Landbúnaðarháskólans. Eftir að við fjölskyldan snérum aftur heim til Íslands og fluttum norður hélt ég aðeins áfram að spila fótbolta og síðar handbolta með KA. Þegar ég var í bæjarstjórninni á Akureyri var ég mikið í íþrótta- og tómstundamálum og á einmitt einhver handtök fyrir KA og fleiri félög,“segir Þórarinn. Er úr ryðfríu stáli fyrir neðan mitti Eftir erfið meiðsl á hné árið 1979 var Þórarni ráðlagt að leggja skóna á hilluna. Afreksferillinn á Akureyri varð því öðruvísi og mun styttri, en ætlað var. „Þarna var ég 29 ára, kornungur og í fullu fjöri þegar ég verð fyrir hnjaski í boltanum og liðþófinn rifnar á vinstra hné. Mér var ráðlagt að hvíla mig á boltanum en því hlýddi ég auðvitað ekki og skakklappaðist áfram í boltanum í neðri deildunum,“ segir Þórarinn kíminn. „Það er ekki fyrr en nokkrum árum síðar þegar ég fer í liðþófaaðgerð þar sem restin er tekin og reynt að tjasla við liðböndin, sem ég hlusta á góð ráð og gefst upp fyrir skynseminni og sársaukanum, enda var ég farin að finna til við daglegar athafnir. Eftir aðgerðina var ég orðin nokkuð góður í löppunum og skrokknum og gat bæði skokkað og skíðað. Árið 2001 lendi ég í alvarlegu í bílslysi og hálsbrotna. Ég fór auðvitað í aðgerð þar sem ég var skorinn og spengdur saman en þá kom bakslag í hreyfanleikann og ég hef verið meira og minna laskaður síðan.Til að bæta gráu ofan á svart fór ég að finna fyrir auknum gigtarverkjum og er nú kominn með ágætis blöndu af liðagigt og slitgigt.“ Afleiðing slyssins varð til þess að líkamsstaða Þórarins breyttist og jókst álag á liði og liðbönd m.a í mjöðmum og hnjám. „Ég fór að finna fyrir meiri verkjum í líkamanum, því ég var allur skakkur eftir slysið. Svo bætti gamla fótboltahnjaskið ekki úr skák. Á tveggja ára fresti fram til ársins 2016 var semsagt skipt um einhverja liði í mér og nú er búið að skipta um báða mjaðmaliðina og bæði hnén. Í stuttu máli er ég úr ryðffríu stáli fyrir neðan mitti. Fyrir utan öklana en þeir eru í lagi,“ segir Þórarinn og hlær. Líkt og líkaminn sé fullhlaðinn orku Í dag býr Þórarinn í Árbænum ásamt eiginkonu sinni. Hann nefnir að það séu mikil forréttindi að búa í nánd við náttúruna og hafa heilsu til að njóta hennar, ekki aðeins sem áhorfandi. „Ég var nánast hættur að fara í göngutúra um Elliðaárdalinn, sem var sjálfsagður hlutur þegar við fluttum hingað í útivistardraumaparadísina árið 2017. Nú er ég óðum að ná fyrri styrk og farinn að njóta göngutúranna á nýjan leik. Þannig að það er mikill munur á mér eftir að ég fór að stunda Osteostrong.“ Þórarinn er heillaður af hugmyndafræðinni á bak við tæknina og furðar sig raunar á þeim mikla mun, sem hann finnur á sér eftir að hann byrjaði að mæta reglulega í Osteostrong, aðeins einu sinni í viku í ca 20 mínútur. „Það er magnað að hugsa til þess hvað það gerir mikið að beita sprengikraftinum í þennan stutta tíma. Ég er ekki aðeins með meiri styrk í fótum, höndum og baki, heldur finnst mér ég finna aukinn styrk innan frá líka í öllum líkamanum. Fæturnir bera mig allavega lengra og hraðar nú, en fyrir nokkrum misserum. Svo má ekki gleyma púlsuðu rafsegulbylgjunum sem maður fær í lokin. Gott að liggja slakur og finna hitann frá bylgjunum í kroppnum. Það er greinilegt, að þetta hefur afar góð áhrif á gigtina. Það er eins og líkaminn fyllist orku og verði fullhlaðinn eftir skyndihleðslu. Mér finnst ég endurnærður þegar ég ranka við mér 8 mínútum síðar.“ Finn mun á mér allstaðar Þórarinn ráðleggur öllum þeim sem eru í vafa, að bóka fríann prufutíma sem er í boði alla fimmtudaga í Hátúni 12 og á föstudögum í Ögurhvarfi 2. Einnig bendir hann á að fólk ætti að kynna sér og nýta íþróttastyrkinn sem er í boði hjá fyrirtækjum, sjóðum eða stéttarfélagi. „Ekki láta fyrri reynslu ykkar af líkamsræktarstöðvum trufla ykkur! Ég mæli líka eindregið með því að þetta sé stundað að minnsta kosti í nokkra mánuði. Gamla máltækið „Góðir hlutir gerast hægt“ er í fullu gildi. Allavega hjá mér, þá kom bætingin smátt og smátt. Ég hef mikla trú á þessu því ég finn mun á mér allstaðar og á meðan þetta virkar mun ég halda áfram að mæta,“ segir Þórarinn að lokum.
Heilsa Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið