„Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2024 12:06 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stöð 2/Sigurjón Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur. Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur.
Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira