Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 11:22 Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima (t.v.). Fyrirtæki hans hélt við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem ferðamaður lést í sumar. Vatnajökulsþjóðgarður endurnýjaði ekki leyfi fyrirtækisins til íshellaferða og kærði það fyrir ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært Niflheima fyrir framkvæmdir í svelgjum í Breiðamerkurjökli sem stofnunin telur ólöglegar. Banaslys varð í slíkum svelg í sumar þegar ísveggur hrundi ofan á ferðamann í ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Starfsmenn Niflheima höfðu haldið rásinni sem var markaðssett sem íshellir við. Þá fengu Niflheimar ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum þegar þau leyfi runnu út í lok september. Engu að síður héldu starfsmenn Niflheima áfram ferðum í jökulinn í morgun. Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima, segir við Vísis að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem halda úti íshellaferðum séu leyfislaus vegna handvammar þjóðgarðsins. Ekki sé búið að endurnýja leyfin sem runnu út um mánaðamótin. „Auðvitað ætlum við að halda ferðum áfram. Ég er búinn að ráða yfir þrjátíu manns í vinnu í vetur eins og síðastliðna vetur. Ég veit ekki hvort það sé gaman að senda þau á atvinnuleysisbætur og hætta að þjónusta kúnna bara út af ákvörðun þjóðgarðs,“ segir Birgir Þór. Starfa fyrir Tröllaferðir Ferðirnir segir hann þó ekki á vegum Niflheima á meðan þjóðgarðurinn endurnýi ekki leyfið. Hins vegar haldi það áfram að leiðsegja í ferðum sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar bókað. Ferðir í morgun hafi þannig verið í verktöku fyrir Tröllaferðir. „Við erum náttúrulega með fullt af kúnnum og við ætlum að hjálpa þeim birgjum sem eru að senda okkur kúnna að taka þá þarna inn og vinnum þá bara undir þeirra starfsleyfi. Fyrirtækið sjálft bara liggur niðri,“ segir Birgir Þór. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður, sagðist vita af því að starfsmenn Niflheima færu í ferðir fyrir Tröllaferðir í morgun en vísaði á Ingibjörgu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært Niflheima fyrir framkvæmdir í svelgjum í Breiðamerkurjökli sem stofnunin telur ólöglegar. Banaslys varð í slíkum svelg í sumar þegar ísveggur hrundi ofan á ferðamann í ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Starfsmenn Niflheima höfðu haldið rásinni sem var markaðssett sem íshellir við. Þá fengu Niflheimar ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum þegar þau leyfi runnu út í lok september. Engu að síður héldu starfsmenn Niflheima áfram ferðum í jökulinn í morgun. Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima, segir við Vísis að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem halda úti íshellaferðum séu leyfislaus vegna handvammar þjóðgarðsins. Ekki sé búið að endurnýja leyfin sem runnu út um mánaðamótin. „Auðvitað ætlum við að halda ferðum áfram. Ég er búinn að ráða yfir þrjátíu manns í vinnu í vetur eins og síðastliðna vetur. Ég veit ekki hvort það sé gaman að senda þau á atvinnuleysisbætur og hætta að þjónusta kúnna bara út af ákvörðun þjóðgarðs,“ segir Birgir Þór. Starfa fyrir Tröllaferðir Ferðirnir segir hann þó ekki á vegum Niflheima á meðan þjóðgarðurinn endurnýi ekki leyfið. Hins vegar haldi það áfram að leiðsegja í ferðum sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar bókað. Ferðir í morgun hafi þannig verið í verktöku fyrir Tröllaferðir. „Við erum náttúrulega með fullt af kúnnum og við ætlum að hjálpa þeim birgjum sem eru að senda okkur kúnna að taka þá þarna inn og vinnum þá bara undir þeirra starfsleyfi. Fyrirtækið sjálft bara liggur niðri,“ segir Birgir Þór. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður, sagðist vita af því að starfsmenn Niflheima færu í ferðir fyrir Tröllaferðir í morgun en vísaði á Ingibjörgu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Vatnajökulsþjóðgarður Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira