Innlent

Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegan Búrfellslundar vísað frá

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu vindorkuveri við Vaðöldu (Búrfellslundur).
Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu vindorkuveri við Vaðöldu (Búrfellslundur). Mynd/Landsvirkjun

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar.

Yfirvöld í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sögðu meðal annars í kæru sinni að sveitarfélagið hefði lögvarða hagsmuni vegna leyfisveitingarinnar þar sem virkjunarleyfið hefði áhrif á landnotkun innan sveitarfélagsins.

Úrskurðarnefndin tók hins vegar ekki efnislega afstöðu til sjónarmiða hreppsins, heldur var málinu vísað frá með þeim rökum að sveitarfélagið ætti ekki aðild að málinu, þar sem ekki væri um að ræða „verulega einstaklingsbundna hagsmuni“.

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við Morgunblaðið að niðurstaðan hafi komið á óvart. Málið verði rætt á næstu dögum en niðurstöðu líklega beðið í máli Náttúrugriða sem einnig hafa kært virkjunarleyfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×