Innlent

„Innbrotsboð“ frá banka og angistarhljóð ung­linga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, sem sinnti fjölbreyttum útköllum í gærkvöldi og nótt.

Lögregla fór meðal annars á vettvang þegar „innbrotsboð“ bárust frá banka í miðborginni en ekkert saknæmt virtist hafa átt sér stað þegar að var komið. Þá fór lögregla einnig fýluför þegar tilkynning barst um „öskrandi og grátandi“ unglinga í póstnúmerinu 112, sem fundust hvergi þrátt fyrir leit.

Einn var handtekinn í tengslum við innbrot og þjófnað í póstnúmerinu 105 og þá var einnig tilkynnt um innbrot í 104 og nytjastuld ökutækis í 107. Rúður voru brotnar í verslun í Kópavogi og ölvaður einstaklingur á hóteli í miðborginni aðstoðaður við að koma sér í bólið.

Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka eftir umferðarslys í 108 og þá varð minniháttar umferðaróhapp í miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×