Skæð fuglaflensa í hröfnum og hettumáfum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 21:44 Meinvirkar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 hafa greinst í hrafni í Öræfum og í hettumáfum á Húsavík. Vísir/Vilhelm Skæð fuglaflensuveira af gerðinni H5N5 hefur verið staðfest í villtum fuglum á Norður- og Suðausturlandi. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að óvissustig sé í gildi og að allir sem haldi alifugla eða aðra fugla séu hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir við umgengi á fuglunum sínum. Fólk er hvatt til tilkynna veika og dauða fugla til MAST. Í tilkynningu segir einnig að Tilraunastöð HÍ í meinafræði hafi staðfest í vikunni að meinvirkar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 hafi greinst í hrafni í Öræfum og í hettumáfum á Húsavík. Um er að ræða fyrstu greiningu á skæðum fuglainflúensuveirum á þessu ári. Haustið 2023 greindust einnig skæðar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 í hröfnum og öðrum villtum fuglum. Heilraðgreina nýjustu veirurnar til að fá vísbendingu um uppruna þeirra. Fleiri sýni hafa verið tekin úr grunsamlegum villtum fuglum og er beðið niðurstaðna rannsókna. Í tilkynningu segir að MAST meti miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi, samkvæmt mati áhættumatshóps um fuglainflúensu og er því óvissustig virkjað. Mælt er með því að fuglaeigendur forðist að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laði að villta fugla, gæti þess að fóður og drykkjarvatn sé ekki aðgengilegt villtum fuglum, haldi fuglahúsum vel við, tilkynni til Matvælastofnunar um aukin og grunsamleg veikindi og dauðsföll í alifuglum og öðrum fuglum í haldi, og að eigendur alifuglabúa með 250 fugla eða fleiri eigi auk þess ávallt að uppfylla skilyrði um smitvarnir, sem tilgreind eru í reglugerð 88/2022 um velferð alifugla. Ítrekað er almenningi ráðlagt til að koma ekki nálægt eða handleika villtan fugl sem virðist ekki geta bjargað sér nema að viðhafðar séu góðar sóttvarnir svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Það eigi líka við um fugla sem er einungis með væg einkenni eða virkar jafnvel heilbrigður að öðru leyti. Matvælastofnun ítrekar beiðni til almennings um að tilkynna til stofnunarinnar um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530 4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Æskilegt er að fá myndir og upplýsingar um fuglategund, fjölda fugla og fundarstað með hnitum. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu. 6. júní 2024 07:32 Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. 29. janúar 2024 16:06 Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. 11. janúar 2024 09:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Í tilkynningu segir einnig að Tilraunastöð HÍ í meinafræði hafi staðfest í vikunni að meinvirkar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 hafi greinst í hrafni í Öræfum og í hettumáfum á Húsavík. Um er að ræða fyrstu greiningu á skæðum fuglainflúensuveirum á þessu ári. Haustið 2023 greindust einnig skæðar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 í hröfnum og öðrum villtum fuglum. Heilraðgreina nýjustu veirurnar til að fá vísbendingu um uppruna þeirra. Fleiri sýni hafa verið tekin úr grunsamlegum villtum fuglum og er beðið niðurstaðna rannsókna. Í tilkynningu segir að MAST meti miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi, samkvæmt mati áhættumatshóps um fuglainflúensu og er því óvissustig virkjað. Mælt er með því að fuglaeigendur forðist að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laði að villta fugla, gæti þess að fóður og drykkjarvatn sé ekki aðgengilegt villtum fuglum, haldi fuglahúsum vel við, tilkynni til Matvælastofnunar um aukin og grunsamleg veikindi og dauðsföll í alifuglum og öðrum fuglum í haldi, og að eigendur alifuglabúa með 250 fugla eða fleiri eigi auk þess ávallt að uppfylla skilyrði um smitvarnir, sem tilgreind eru í reglugerð 88/2022 um velferð alifugla. Ítrekað er almenningi ráðlagt til að koma ekki nálægt eða handleika villtan fugl sem virðist ekki geta bjargað sér nema að viðhafðar séu góðar sóttvarnir svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Það eigi líka við um fugla sem er einungis með væg einkenni eða virkar jafnvel heilbrigður að öðru leyti. Matvælastofnun ítrekar beiðni til almennings um að tilkynna til stofnunarinnar um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530 4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Æskilegt er að fá myndir og upplýsingar um fuglategund, fjölda fugla og fundarstað með hnitum.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu. 6. júní 2024 07:32 Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. 29. janúar 2024 16:06 Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. 11. janúar 2024 09:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu. 6. júní 2024 07:32
Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. 29. janúar 2024 16:06
Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. 11. janúar 2024 09:00