Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 15:45 Álvaro Morata gekk í gegnum erfiða tíma fyrir Evrópumótið í Þýskalandi þar sem Spánn stóð uppi sem sigurvegari. getty/Alex Pantling Álvaro Morata, fyrirliði spænsku Evrópumeistaranna og leikmaður AC Milan, hefur glímt við þunglyndi og kvíða undanfarin ár. Um tíma var hann svo illa haldinn að hann hélt að hann gæti ekki spilað fótbolta aftur. Morata og félagar hans í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í sumar. Honum leið hins vegar svo illa í aðdraganda EM að hann efaðist um að hann gæti spilað á mótinu. „Þegar þú gengur í gegnum erfiða tíma, glímir við kvíða og þunglyndi, skiptir engu máli hvað þú gerir eða í hvaða stöðu þú ert í lífinu, þú ert með aðra manneskju inni í þér sem þú þarft að berjast við alla daga og allar nætur. Það besta fyrir mig var að yfirgefa Spán,“ sagði Morata í viðtali við El Partidazo. Hann fékk nóg af Spáni, yfirgaf Atlético Madrid í sumar og gekk í raðir Milan. Kökkur í hálsi og sortnaði fyrir augum „Mér leið mjög illa. Ég hélt að ég gæti ekki reimað á mig skóna og spilað aftur. Það sem þú sérð í sjónvarpinu og á samfélagsmiðlum er oft ekki rétta myndin af raunveruleikanum. Þú þarft að vera með ákveðna ímynd því það er starf þitt. Ég var mjög slæmur, ég sprakk, um tíma gat ég ekki reimað skóna mína og þegar ég gerði það hljóp ég heim því ég fékk kökk í hálsinn og mér sortnaði fyrir augum,“ sagði Morata. „Þremur mánuðum fyrir EM velti ég því fyrir mér hvort ég gæti spilað annan leik. Ég vissi ekki hvað var að gerast fyrir mig en þetta er mjög flókið og viðkvæmt. Á þessu augnabliki áttar þú þig á því að það sem þér líkar mest við í lífinu er líka það sem þú hatar mest. Þetta er flókið.“ Hætti að vilja fara út í búð Morata segist hafa verið afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og átt erfitt með að fara út meðal fólks með fjölskyldu sína. „Mér fannst erfitt að fara út með börnin mín. Í hvert einasta skipti sem það gerðist eitthvað, fólk spurði mig eitthvað um fótboltann og eitthvað sem gerðist í síðustu leikjum. Á endanum vildi ég ekki fara út í búð. Fólk sagði svo margt við mig að mér fannst erfitt að vera með börnunum mínum,“ sagði Morata. Hann stóð nýverið í stappi við bæjarstjórann í Corbetta eftir að hann greindi frá því að Morata væri að flytja í bæinn. Morata hætti í kjölfarið við að flytja til Corbetta. Morata, sem er 31 árs, hefur leikið sjö leiki fyrir Milan og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað áttatíu landsleiki fyrir Spán og skorað 36 mörk. Geðheilbrigði Spænski boltinn Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
Morata og félagar hans í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í sumar. Honum leið hins vegar svo illa í aðdraganda EM að hann efaðist um að hann gæti spilað á mótinu. „Þegar þú gengur í gegnum erfiða tíma, glímir við kvíða og þunglyndi, skiptir engu máli hvað þú gerir eða í hvaða stöðu þú ert í lífinu, þú ert með aðra manneskju inni í þér sem þú þarft að berjast við alla daga og allar nætur. Það besta fyrir mig var að yfirgefa Spán,“ sagði Morata í viðtali við El Partidazo. Hann fékk nóg af Spáni, yfirgaf Atlético Madrid í sumar og gekk í raðir Milan. Kökkur í hálsi og sortnaði fyrir augum „Mér leið mjög illa. Ég hélt að ég gæti ekki reimað á mig skóna og spilað aftur. Það sem þú sérð í sjónvarpinu og á samfélagsmiðlum er oft ekki rétta myndin af raunveruleikanum. Þú þarft að vera með ákveðna ímynd því það er starf þitt. Ég var mjög slæmur, ég sprakk, um tíma gat ég ekki reimað skóna mína og þegar ég gerði það hljóp ég heim því ég fékk kökk í hálsinn og mér sortnaði fyrir augum,“ sagði Morata. „Þremur mánuðum fyrir EM velti ég því fyrir mér hvort ég gæti spilað annan leik. Ég vissi ekki hvað var að gerast fyrir mig en þetta er mjög flókið og viðkvæmt. Á þessu augnabliki áttar þú þig á því að það sem þér líkar mest við í lífinu er líka það sem þú hatar mest. Þetta er flókið.“ Hætti að vilja fara út í búð Morata segist hafa verið afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og átt erfitt með að fara út meðal fólks með fjölskyldu sína. „Mér fannst erfitt að fara út með börnin mín. Í hvert einasta skipti sem það gerðist eitthvað, fólk spurði mig eitthvað um fótboltann og eitthvað sem gerðist í síðustu leikjum. Á endanum vildi ég ekki fara út í búð. Fólk sagði svo margt við mig að mér fannst erfitt að vera með börnunum mínum,“ sagði Morata. Hann stóð nýverið í stappi við bæjarstjórann í Corbetta eftir að hann greindi frá því að Morata væri að flytja í bæinn. Morata hætti í kjölfarið við að flytja til Corbetta. Morata, sem er 31 árs, hefur leikið sjö leiki fyrir Milan og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað áttatíu landsleiki fyrir Spán og skorað 36 mörk.
Geðheilbrigði Spænski boltinn Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira