Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:58 Åge Hareide þekkir það að þjálfa danska landsliðið, og hann þekkir Ole Gunnar Solskjær einnig vel. Vísir/Vilhelm og Getty/Matthew Peters Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hvetur Dani til þess að ráða landa sinn frá Noregi, Ole Gunnar Solskjær, sem landsliðsþjálfara. Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku. Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti KR - Ármann | Bæði þurfa sigur Körfubolti Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku.
Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti KR - Ármann | Bæði þurfa sigur Körfubolti Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira