Fótbolti

„Við þurfum að taka okkar sénsa“

Aron Guðmundsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður íslenska landsliðsins. 
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður íslenska landsliðsins. 

„Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir lands­liðs­maðurinn í fót­bolta. Sverrir Ingi Inga­son sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við ís­lenska lands­liðið sem á fram­undan tvo mikil­væga leiki í Þjóða­deild UEFA. 

Sverrir samdi við gríska stór­liðið Pan­at­hinai­kos í sumar eftir að hafa leikið lykil­hlut­verk í liði FC Mid­tjylland sem stóð uppi sem danskur meistari í maí. Sverrir, sem hefur þurft að glíma við sinn skerf af meiðslum upp á síð­kastið, er nú aftur kominn á fullt skrið aftur og kann vel við sig í Aþenu en hann hafði áður verið á mála hjá PAOK í Grikk­landi.

„Ég er gríðar­lega á­nægður með að vera kominn aftur til Grikk­lands. Líður eins og ég sé kominn aftur heim. Maður þekkir allt. Auð­vitað var sumarið hjá mér skrítið að mörgu leiti. Ég náði ekki góðu og löngu undir­búnings­tíma­bili og var fljót­lega farinn að spila fullt af leikjum sem gerði það að verkum að ég lenti í smá meiðslum. Hef náð að jafna mig af því núna og finnst ég vera á góðum stað. Vonandi get ég hjálpað lands­liðinu eins mikið og ég get.“

Sverrir gegnir gríðar­lega mikil­vægu hlut­verki í hjarta varnar­línu Ís­lands og lýst honum vel á mögu­leika liðsins í fyrri leiknum gegn Wa­les á laugar­dals­velli á föstu­daginn kemur.

Wa­les er að taka sín fyrstu spor undir stjórn goð­sagnarinnar Cra­ig Bella­my og hefur byrjað Þjóða­deildina vel með jafn­tefli gegn Tyrk­landi og Sigri gegn Svart­fjalla­landi.

„Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá. Við vitum að þegar við erum þéttir til baka þá getum við varist á móti hvaða mót­herja sem er. Það verður mjög mikil­vægt að við tökum þá sénsa sem við fáum. Náum að skora úr þeim.“

Viðtalið við Sverri Inga í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: 

Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×